Nú verð ég bara að blogga. Ég átti nefnilega alltaf eftir að segja frá nágrönnum mínum, sem búa hér beint á móti mér á hæðinni, sígaununum. Þetta er heljarinnar fjölskylda, ég veit í raun ekki hve mörg þau eru, enn þetta eru a.m.k. 2 ungabörn, tveir krakkar og einhver slatti af ungu fólki og fullorðnum og síðan vinir og aðrir áhangendur. Mér skilst á Arnari og Helgu að þetta þau séu í einhverjum smáglæpum, en óttalega vitlaus. Stálu víst hjóli hér frá nágrannanum, breyttu því eitthvað smá og seldu síðan öðrum nágrana það. Lögreglan er víst tíður gestur hjá þeim út af einhverjum málum, en frá því að við komum hefur verið rólegt hjá þeim. Alla vega höfum við ekki orðið neitt verulega vör við þau, nema þegar að við hittum einhvern þeirra á ganginum, þá eru þau alltaf að sníkja eitthvað. Að vísu lentu krakkarnir i krökkunum, 4-5 ára guttar sem réðust á fjarstýrða bílinn hans Viktors og spörkuðu í hann og djöfluðust. En í dag dró til tíðanda.......
Við Arnar og Helga vorum sem sagt að skipta um slöngu á hjólinu mínu, beint fyrir framan svalir sígaunana. Fórum inn mé dekkið og Arnar var að kenna okkur Viktori listina við að skipta um dekk. Þá kemur Helga og segir að sérsveitin sé fyrir utan húsið og sé að vakta íbúðina. Og mikið rétt, út á gangi voru tveir sérsveitarmenn með svona sleggju til að brjóta upp hurðir og einhverjir fleiri úti. Við vorum spurð hvort að við hefðum orðið var við einhverjar mannferðir í íbúðinni, sem við svöruðum neitandi. Þetta ástand varði í örugglega klukkustund. Það kom þó ekki til að þeir þyrftu að brjóta upp hurðina, heldur kom einhver lásasmiður sem opnaði hurðina og allir fóru inn. Og að lokum fóru allir sérsveitarmennirnir í burtu og við vitum ekki meir. Stuttu síðar fórum við út í búð og þá kom stelpa út úr íbúðinni. Þannig að maður veit ekki hvort að þær voru heima allan tímann eða hvað. Alla vega var okkur nokkuð brugðið við þessu öllu saman eins og hinum nágrönunum og var maður fegin að það varð engin hamagangur. Ég vona bara að þetta verði ekki reglulegt og ætla halda áfram að síkreta þau í burtu. Á meðan er það aðferðin hans Pálma, „Kill them with kindness“........................
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Já mér skilst að reynt sé að hafa fólk með vafasama fortíð sem mest á sama stað, greinilega tekist vel að setja það saman í eina blokk þarna í Köben.
Verður gaman að heyra framhaldið???
En láttu þetta lið bara heyra það, að ráðast á bílinn...ég hefði, tja ég hefði...?
Bestu kveðjur
Vignir
Skrifa ummæli