Í skólanum á Hvanneyri las maður ýmsar bækur og er það svolítið skondið að vera núna í kúrs þar sem einn kennarinn er höfundur að þeirri góðu bók Befæstelse, sem er hálfgerð bíblía í landslagsarkítektúr. Og ég get sagt ykkur það að hann er ekki eins leiðinlegur og bókin. Annars er bókin kannski ekkert leiðinleg enda ekki bók sem maður tekur með sér upp í bústað og les. Heldur er þetta góð uppsláttarbók um tæknilega hluti og á eftir að nýtast vel hér og í komandi framtíð.
Og dúddinn sem skrifaði Landslagsgreiningar bókina bláu er líka kennari hér, er að vísu að hætta held ég þannig að hann missir af okkur.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli