föstudagur, 5. september 2008

Jæja reynum að blogga hérna

Jæja þá er víst best að reyna þetta blogg. Skólinn er byrjaður á fullu. Ég er í bara i einum stórum kúrs þessa fyrstu önn. Þetta er tölvukúrs, vðbótarforrit við AUTO CAD sem heitir CIVIL. Þar erum við að læra að vinna með landslagið fyrir og eftir hönnun, útreikningar á t.d. jarðvinnslu og alskonar greiningar sem tengjast breytingunni frá nuverandi firborði yfir í hönnun. Mjög skemmtilegt og gagnlegt. Inn í námskeiðið fléttast síðan inn tæknilegt og fræðilegt námsefni.

Erum með alveg frábæra bók sem fjallar um hæðalínur. Finnst að hún ætti að vera skyldulesning á Hvanneyri, því hun tekur þetta efni alveg frá grunni á mjög einfaldan hátt með góðum æfingum. Þar eru allir þessir útreikningar og formúlur sem við erum búin að vera að læra. Frábær bók. Annað sem einnig er gert í námskeiðinu er að lesa hinar og þessar greinar og hugmyndin er að nemendur taki einhverja grein, lesi hana og kynni og síðan eru umræður á eftir. Ákvað að klára þennan pakka og er búin að vera með eina kynningu, inngangur eftir Peter Walker að einni bók.
Síðan vorum við að kynna fyrsta verkefnið okkar í dag, hópverkefni og gekk það bara vel.

Ég skráði krakkana í frístundaklúbb og eru þau byruð. Þetta er mjög spennandi held ég, þarna hitta þau vonandi krakka úr hverfinu, þar sem að krakkarnir í bekkjunum þeirra búa út um allan bæ og þau hitta þau ekkert eftir skóla, a.m.k. ekki ennþá. Þarna eru alkyns dýr og ýmislegt gert með krökkunum.

Set hérna inn kort og merkti hvar við eigum heima og hvar skólinn hjá krökkunum er.


Engin ummæli: