fimmtudagur, 25. september 2008

Viktor á afmæli í dag!!!

Litli strákurinn minn er núna orðin stór og komin með fyrstu 12 ára bóluna. Magnað!!! Hann var vakinn snemma í morgun með afmælissöng okkar Helenu og gjöfum. Hann fór síðan með köku í skólann. Eftir fótboltaæfinguna í dag fórum við síðan í Fisketorvet, þar sem að hann skipti gjöfinni í nýja leiki og síðana enduðum við á MacDonalds. Núna á ég tvo stóra stráka, eina stóra stelpu og eina litla stelpu. Þau vaxa svo fljót úr grasi, en það er merkilegt að mér finnst ég ekkert eldast.........

2 ummæli:

Rósa sagði...

Til hamingju með drenginn :)

Alma sagði...

Innigleg til hamingju með hann Ragna mín og takk fyrir boðið tek þig örugglega á orðinu ;)