Barnaefnið er í sjálfu sér ekkert öðruvísi en á Íslandi nema......... einn danskur þáttur. Hann er með svona þáttastjórnanda sem er með margvís konar meðhjálpara í formi brúðukalla sem koma með svona innslög af ýmsu tagi. Ég settist niður um síðustu helgi með kaffibollann minn þegar að eitt af þessum innslögum var að fara í gang. Þetta var um einhvern einmannalegan kall á skrifstofu, já hálfsköllóttan með hárkraga og var eitthvað að barlóma sér, að enginn skildi hann og að hann ætti sér leyndmál sem hann væri hræddur um að starfsfélagarnir kæmust að. Síðan kom leyndarmálið! Hann elskaði nefnilega að klæðast kvenmannsundirfötum. Og nú fór í gang mikið videó, þar sem sýndar voru myndir af þessum hálfsköllótta brúðukalli í brjósthaldara og nærbuxum að velta sér uppúr satin-sængurverum syngjandi um frelsið, að klæðast kvenmannsundirfötum. Ég leit á klukkuna, jú hún var 9:30 og þetta var barnatíminn-- Síðan heldur söngurinn áfram, og kallinn er kallaður inn á teppið já yfirrmanninum sem hafi komist að einhverju um hann og þurfi að ræða við hann. Þá kemur í ljós að hann hefur líka svona mikla þörf að klæðast kvenmannsundirfötum og saman syngja þeir með glas í hendi og á brókinni og brjósthaldaranum um þessa gleði sína. Og ekki nóg með það ALLIR á skrifstofunni taka þátt og allir hafa þá þessa miklu þörf og skrifstofan fyllist af köllum í kvenmannsnærfötum, syngjandi af gleði. Tek það fram að það var bara einbrúða í þessu innslagi, hitt voru allt lifandi kallar af ýmsum stærðum og gerðum. Stórkostlegt!! Það er enginn nema Daninn sem gerir svona barnaefni. Og hver var lærdómurinn af þessu öllu saman? Veit ekki alveg, kannski að maður er aldrei einn í heiminum, með einhverjar kinkkí þarfir, en þetta gerir alla vega hugsunina um skrifstofukalla mun skemmtilegri.
Ég fann þennan þátt, hér er slóðinn á þessa brúðu kalla http://www.dr.dk/dr1/Gepetto+News og þátturinn er undir 3, og heitir BABS 3 Ugens 2'er.
Skjáumst fljótleg.
Ragna og co
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli