Það er ekki lognmollan hjá okkur þremenningunum hér í Köben. laugardagurinn byrjaði í Jónshúsi, fyrsti tíminn hjá krökkunum í íslensku. Þeim líkaði þetta vel og þótti mjög gaman. Þeim þótti þó skrítið að þarna voru íslenskir krakkar sem töluðu ekki íslensku og skildu hana líka illa. Eftir Jónshús var farið til Holte, en þar býr Birgir og fjölskylda en hann er einn af íslendingunum í bekknum. Haldin var grill veisla og var virkilega gaman að hitta krakkana og fjölskyldur þeirra. Allt afskaplega skrítið og skemmtilegt fólk, sannir íslendingar!!!
Á sunnudaginn kom síðan Sigrún Baldurs vinkona, Emil og Baldur sem er í skiptinámi hér í Köben. Voru þau að heimsækja hann. Mikið var gaman að hitta þau og fá fréttir að heiman. Þau eru öllum hnútum kunnug hér og bentu mér á að kíkja á safn, Degsign Denmark held ég að það heiti og verður það sett á aðgerðarlistann góða.
Annars er maður ekki alveg komin inn í rútínuna hér. Ég var ekki búin að átta mig á því að það er allt lokað hér á sunnudögum, nema ein Nettó búð sem er á Amagerbrogagade. Og þá er ekkert annað í stöðunni en að hjóla þangað og versla þegar ísskápurinn er tómur!! En það er bara góð hreyfing. Það er s.s. allt lokað á sunnudögum nema 1.sunnudag í hverjum mánuði, þá eru margar búðir opnar. Danir horfa nefnilega aðeins öðruvísi á hlutina en við. Heyrði eina sögu í grillinu í gær af bakara sem hætti að hafa opið á sunnudögum, því það var svo mikið að gera!!!! Ef hann væri á Íslandi þá væri búið að koma honum fyrir á hótelinu við sundin blá. En svona er Danmörk.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Gaman að lesa hvað allt gengur vel hjá ykkur og krakkarnir fljótir að aðlagast, frábært alveg :)
Hérna erum við byrjuð að telja niður í fæðingu litlu B og allir voðalega spenntir, enda bara 10 vikur eftir :)
Knús og kossar :*
Sigrún Haf
Skrifa ummæli