fimmtudagur, 11. september 2008

Fótbolti í DanmörkJæja, Viktor er byrjaður í fótbolta og finnst það alveg frábært. Fyrsta keppnin var í dag og þetta er nú eitthvað annað en heima verð ég að segja ykkur. Hitinn og sólin var alveg hreint að drepa mann og menn voru bara að sötra bjór á meðan á leiknum stóð. Tek það fram að 11-12 ára voru að keppa. Já, já og síðan er það þegar að boltinn fer út af, þá er það ekkert grín ef að það er skógur fyrir aftan markið, og það þéttur skógur. Tók strákana dálitinn tíma að finna boltann. Og síðan var dómarinn ekkert að tvítóna við þetta ef strákarnir höguðu sér ekki vel. Það er a.m.k. í fyrsta skiptið sem að ég sé einn 11 ára fá gula spjalið og vera sendan út af í 2 mínútur. Alveg kostulegt. En þetta fór vel, okkar meginn , 6-2 fyrir okkur og Viktor skoraði mark og lagði upp fyrir 2 a.m.k. Stóð sig mjög vel!!!

1 ummæli:

Alma sagði...

Já það er ekki að spurja að því hann hefur náttúrlega erft fótbotahæfileika frá móður sinni:) En jú er á réttri hillu hér held ég en þetta er því miður búiið eftir 11 mán þetta er svo fljótt að líða
Kem kannski bara til ykkar næsta haust.....heeh aldrei að vita
XXX