fimmtudagur, 11. september 2008

Veggir dauðans................

Að bora í veggi, a.m.k. í þessum nýju íbúðum er ekkert grín hér í Danmörku. Þú þarft að hafa eitt stykki höggbor, helst alveg fanta öflugan, gommu af borum, hörkunagla og jaxl á bornum og endalausa þolinmæði!!!! Ég hef bara aldrei verið vitni af öðru eins. Ég fékk hann Eirík vin minn, jaxl með meiru að vera á bornum og þvílíkt og annað eins. Það var eins og að hann væri að bori í gegnum þykka járnplötu. 'Eg held að þeir blandi granít út í steypuna svei mér þá. Ég held að það hafi tekið hann um 5 mín að gera eitt gat og hann var sko ekkert að slaka á því. Þannig að þú gerir helst ekki neinar vitleysur, ekkert að bora bara önnur göt og þannig, Nei, nei og sei, sei. Síðan glumdi þetta ekki bara um allt hús, nei út á götu skal ég segja ykkur og örugglega
í nærliggjandi hús. Þannig að mér verður ekki boðið af nágrönnunum í nein grill hérna á næstunni.

1 ummæli:

Britta sagði...

aaahh varst þetta þú sem varst með þessi borlæti í gærkvöldi. Var að spá í að kvarta...