sunnudagur, 23. nóvember 2008

Skippy, the Bush Kengoroo

já talandi um flash back...... Man eftir mér 6, 7 eða 8 ára sitjandi í stofunni í Njörvasundinu horfandi stjörf á hrikaleg ævintýri sem kengúran Skippý lenti í. Klikk!! Sitjandi við eldhúsborðið í Njörvasundinu teikna mynd af Skippy og sendi það síðan í samkeppni um nýja sparibauka hjá Útvegsbankanum gamla. Vann ekki!!! Klikk!!!

Já  svona myndir fóru í gegnum hugan þegar að ég sá sjónvarpið á laugardögum. Þeir eru nefnilega að sýna Skippý hér í sjónvarpinu. Stórkostlegt. Og það sem er skemmtilegast er að Helena stelpan mín litla er alveg hugfangin af þessum eldgömlu þáttum. Og á laugardögum er núna sungið: Skippý...Skippý....Skippý the Bush kengoroo....lalalaa..... Alveg magnað!!!!

föstudagur, 21. nóvember 2008

Það eru fleiri en Berglind systir sem eiga Mustang......


Eitt af því sem að maðurinn minn gerir svona á mili þess sem að hann fer um og sækir um vinnu, er að hirða reiðhjól sem að hann sér hér inn í runnum eða í hrúgum einhvers staðar. Þetta eru bara hinir ágætustu reiðfákar, sem að vísu þarf aðeins að ditta að. Einn daginn þegar að ég kom heim, kallar hann mig út og segist ætla að gefa mér svolítið. Og viti menn, þarna á planinu var líka þetta glæsilega reiðhjól. Vantaði að vísu standarann, karfan var laus og handbremsan var óvirk, en það sem skiptirmestu máli er að þetta er Mustang og því til sönnunar er hér mynd af þessum eðalfák. Þetta er að vísu ekki Mustang ´66 eins og hún systir mín fékk í afmælisgjöf frá manninum sínum en samt...... Verð að vísu að taka það fram fyrstu vikuna sprakk svona eins og 6 sinnum á aftur dekkinu. Pálmi var farin að hjóla á eftir mér í skólan með pumpuna og bæturnar og gerði við hjólið á hinum og þessum götuhornum. Það kom síðan í ljós að smá glerbrot leyndist í dekkinu sem var orsökin að öllu saman. Núna virkar það fínt og ég þeytist um Kaupmannahöfn á Mustangnum......................þriðjudagur, 18. nóvember 2008

Ég er á lífi og prútta ekki........

Jæja, hélduð þið að ég væri bara hætt? Pálmi mættur og bara endalaus þögn? Ó nei, ég er hérna ennþá og þið sem þekkið okkur vitið að það er aldrei þögn í kringum okkur.

Búið að vera mikið að gera hjá litlu fjölskylduni á Axel Heides Gade. Verst er þó að Pálmi er ekki ennþá komin með vinnu, það er sótt um á öllum vígstöðum en þetta er mikil "ferla" þjóð. Allt hefur sinn feril!!! Allt tekur sinn tíma og bla...bla... My ass En við horfum bjartsýn fram á veginn.........

Lífið í Köben er bara kalt og blautt þessa dagana en maður kvartar samt ekki því veðrið er búið að vera alveg frábært. Og nú eru jólaskreytingarnar komnar í Tivolí, að vísu ekki búin að fara þangað inn en sé innum grindverkið öll ljósin. Magnað! Og nágrannarnir komnir með jólaséríuna á svalirnar. Hver segir að við íslendingar séum jólaljósaskreytinaóðust allra!!!!

Og ég er búin að komast að því hvað prutta þýðir. Segjum bara að þú pruttar ekki við kaupmenn hérna nema að þú sért eitthvað kínkkí.

sunnudagur, 2. nóvember 2008

Pálmi er kominn

Já Pálmi er kominn!!! Og skemmtanagildið í blokkinni hefur slegið öll met eftir að hann kom. Annars er hann komin með nýtt áhugamál, en það er að gera upp gömul hjól. Eigum öruggleg hjól handa allri fjölskyldunni þegar að hún sameinast um jólin og gott betur en það.


Það er búið að fara víða og sækja um vinnu og verður örugglega ekki langt þangað til að það skili einhverju fljótt. Menn ganga nú samt ekki hérna inn af götunni og í vinnu. Allt hefur sinn feril, umsóknir og mikil skriffinnska.

Annars fyrir þau ykkur sem ekki vita, þá opnar jóla-Tívólíið 14.nóvember og verður fram til 31.desember.