sunnudagur, 23. nóvember 2008

Skippy, the Bush Kengoroo

já talandi um flash back...... Man eftir mér 6, 7 eða 8 ára sitjandi í stofunni í Njörvasundinu horfandi stjörf á hrikaleg ævintýri sem kengúran Skippý lenti í. Klikk!! Sitjandi við eldhúsborðið í Njörvasundinu teikna mynd af Skippy og sendi það síðan í samkeppni um nýja sparibauka hjá Útvegsbankanum gamla. Vann ekki!!! Klikk!!!

Já  svona myndir fóru í gegnum hugan þegar að ég sá sjónvarpið á laugardögum. Þeir eru nefnilega að sýna Skippý hér í sjónvarpinu. Stórkostlegt. Og það sem er skemmtilegast er að Helena stelpan mín litla er alveg hugfangin af þessum eldgömlu þáttum. Og á laugardögum er núna sungið: Skippý...Skippý....Skippý the Bush kengoroo....lalalaa..... Alveg magnað!!!!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ohhh ég man eftir Skippy :D æði

-Sigrun Haf-