föstudagur, 21. nóvember 2008

Það eru fleiri en Berglind systir sem eiga Mustang......


Eitt af því sem að maðurinn minn gerir svona á mili þess sem að hann fer um og sækir um vinnu, er að hirða reiðhjól sem að hann sér hér inn í runnum eða í hrúgum einhvers staðar. Þetta eru bara hinir ágætustu reiðfákar, sem að vísu þarf aðeins að ditta að. Einn daginn þegar að ég kom heim, kallar hann mig út og segist ætla að gefa mér svolítið. Og viti menn, þarna á planinu var líka þetta glæsilega reiðhjól. Vantaði að vísu standarann, karfan var laus og handbremsan var óvirk, en það sem skiptirmestu máli er að þetta er Mustang og því til sönnunar er hér mynd af þessum eðalfák. Þetta er að vísu ekki Mustang ´66 eins og hún systir mín fékk í afmælisgjöf frá manninum sínum en samt...... Verð að vísu að taka það fram fyrstu vikuna sprakk svona eins og 6 sinnum á aftur dekkinu. Pálmi var farin að hjóla á eftir mér í skólan með pumpuna og bæturnar og gerði við hjólið á hinum og þessum götuhornum. Það kom síðan í ljós að smá glerbrot leyndist í dekkinu sem var orsökin að öllu saman. Núna virkar það fínt og ég þeytist um Kaupmannahöfn á Mustangnum......................3 ummæli:

Heiða sagði...

Haha! Snilld! Maður þurfti svo sem ekki að óttast að Pálmi fyndi sér ekki eitthvað að gera þarna úti.

Nafnlaus sagði...

Flott Hjól:)
Ég fæ að prófa það þegar ég kem til ykkar:)
Ég heyri síðan bara í ykkur,
Það gengur allt hérna vel hjá okkur. Ég er komin með smá vinnu.. Að taka uppúr vélinni fæ þar eitthvern pening:D
En sakna ykkar og ég tel niður dagana þegar ég kem, 24 dagar!;D
- Rósa

Nafnlaus sagði...

Vá en flott hjól.
Kveðja að vestan
María Guðbjörg