þriðjudagur, 18. nóvember 2008

Ég er á lífi og prútta ekki........

Jæja, hélduð þið að ég væri bara hætt? Pálmi mættur og bara endalaus þögn? Ó nei, ég er hérna ennþá og þið sem þekkið okkur vitið að það er aldrei þögn í kringum okkur.

Búið að vera mikið að gera hjá litlu fjölskylduni á Axel Heides Gade. Verst er þó að Pálmi er ekki ennþá komin með vinnu, það er sótt um á öllum vígstöðum en þetta er mikil "ferla" þjóð. Allt hefur sinn feril!!! Allt tekur sinn tíma og bla...bla... My ass En við horfum bjartsýn fram á veginn.........

Lífið í Köben er bara kalt og blautt þessa dagana en maður kvartar samt ekki því veðrið er búið að vera alveg frábært. Og nú eru jólaskreytingarnar komnar í Tivolí, að vísu ekki búin að fara þangað inn en sé innum grindverkið öll ljósin. Magnað! Og nágrannarnir komnir með jólaséríuna á svalirnar. Hver segir að við íslendingar séum jólaljósaskreytinaóðust allra!!!!

Og ég er búin að komast að því hvað prutta þýðir. Segjum bara að þú pruttar ekki við kaupmenn hérna nema að þú sért eitthvað kínkkí.

Engin ummæli: