sunnudagur, 26. október 2008

Handboltamót stelpna, algjörir snillingar

Helena keppti á sínu fyrsta handboltamóti hér í Danmörku. Mótið var í Hellerup, og var hin mesta skemmtun. Þær eru alveg yndislegar þessar stelpur, algjörir snillingar. Ekki kannski alltaf með einbeitinguna á boltanum. " Vá en flottir skór. Hvað ertu með í hárinu? Flott spenna. Bíddu er markið í þessa átt?" Annars voru þær mjög flottar og liðið hennar Helenu vann alla sína leiki!!!

föstudagur, 24. október 2008

NÝJUSTU FRÉTTIR....................

Pálmi er að flytja út til okkar!!!
Hann kemur á þriðjudaginn og hlakkar okkur alveg óstjórnlega til. Það verður æðislegt að fá hann. Við krakkarnir erum frekar óörugg, með þessa blessaða nágranna á móti okkur.
Þau hafa núna í tvígang reynt að koma hingað inn hjá krökkunum, þegar að ég er ekki heima, biðja um að fá lánað hitt og þetta, penna, panódil o.fl. Í gær morgunn hringdi bjallan kl. 7:30, einn frekar blekaður að spyrja mig hvort að ég ætti sígarettu. Djöf....fannst mér það óþægilegt. Maður þorir varla að fara ein í sturtu á morgnana. Síðan var hringt síðar um daginn, sami gaur, ennþá blekaðri og nú spurði hann um síma. Ég veit ekki hvað þau halda um okkur, því við eigum aldrei nokkurn skapaðan hlut sem þau biðja um. Helena þorir ekki að vera ein heima vegna þessa, er alltaf á nálum að þau hringi nú á dyrabjöllunni. En ég læt eins og ekkert sé, er þessi svellkalda mamma sem hræðist ekki neitt.. ........ Já einu sinni var alltaf gaman að heyra í dyrabjöllunni, einhver að koma í heimsókn en núna kvíðir maður fyrir því að hún hringi.
Það verður því æðislegt að hafa hann hérna hjá okkur. Gott að fá eitthvað hlýtt til að hrjúfra sig upp að. Börnin fá þá aðeins frið fyrir kúrandi mömmunni.

þriðjudagur, 21. október 2008

....I am not happy for those of you who turned up

Mætti í tíma í morgunn, en viti menn, kennarinn mætti ekki. Hann hafði gleymt því að það væri tími. Alveg magnað!!! Oh.. ég er kennari en ég gleymdi að ég á að kenna oh.... EN ókei, hann hefur bara haft eitthvað mikið að gera og svona getur gerst. En síðan kórónaði hann þetta alveg með að senda okkur póst, þar sem að hann segir.....


Hi All
I am sorry to cancel these two lectures today, and I am not happy for those of you who turned up.

best regards,
................

Hann var sem sagt ekki glaður með þá sem að mættu í tímann.........

En nei þetta var allt í lagi, bara svo skondið að lenda í þessu. Og síðan þessi kostulegu samskipti við annað fólk á öðru tungumáli. Auðvitað var hann greyð miður sín og þótti þetta sérstaklega leitt vegna þeirra sem mætu í tíma. Hann orðaði þeta bara svo skemmtilega.......

mánudagur, 20. október 2008

Að hjóla

Ég hef nú áður skrifað um hjólamenninguna hér í Köben og baráttu minni við þennan eðalfák. Og ég get sagt ykkur það að nú er þetta bara gaman. Búin að sigrast á „brekkunni“, fer framúr þeim sem ég vil og er ekki sveitt eins og rússneskur járnsmiður á heitum sumardegi, við átökin. Bara frábært. Það er þó alveg magnað að horfa á suma; reykjandi og með GSM símann undir vanganum á fleygiferð í umferðinni. Eða þá að senda SMS. Sjá frétt: http://politiken.dk/indland/article585604.ece

Og svona í lokin. Þá var það í fréttunum í kvöld að ferðir til Íslands eru afar vinsælar hér í Danmörku og nú flykkjast þeir heim til að versla. Það er svooooo ódýrt að versla þar!!! Og sjá frétt: http://tgt.dk/inspiration/tema/sparetips/article54147.ece?trackId=pol_front_art

fimmtudagur, 16. október 2008

Atvinnuskapandi

Sá eitt alveg magnað og kostulegt í rokinu og rigningunni í gær. Eins og þið getið e.t.v. gert ykkur í hugalund þá eru ansi mörg tré hérna í Köben, stór og íburðarmikil og með alveg fanta stórum laufum sem liggja nú um allt á götum og ganstéttum þetta fallega haust.

Hjá Tivóli var sem sagt maður, merktur Kaupmannarhafnar borg að blása á laufin með þar tilgerðu blásturstæki. Veit ekki alveg hver var tilgangurinn en..... Laufin voru mörg hundruð trilljón, billjón þarna á gangstéttinni og blessaður maðurinn hammaðist þarna með blásturstækið sitt, á einu laufblaði, sem var velklesst ofan í stéttina sökum mikilar bleytu. Loksins losnaði það og rokið greip í það og feikti því í allar áttir og sama hvað maðurinn reyndi þá hafði vindurinn yfirhöndina og laufblaðið lenti sjálfsagt hinum megin á gangstéttina og klesstist þar niður í malbikið. Maðurinn snéri sér að næsta laufblaði sem ég býst við að hann hafi með tíð og tíma náð að losa. Hann er kannski að ná þetta um 30 - 40 laufblöðum á klst.

Þetta er kannski ekkert ósvipað því sem er að gerast í fjármálaheiminum. Þó að þetta sé eitthvað svo vonlaust þá er það alla vega atvinnuskapandi..........

miðvikudagur, 15. október 2008

Hugsanir á hjóli á leiðinni heim

Á leiðinni heim úr skólanum fer ég í gegnum miðbæinn og oftast þá er maður með allan hugann við umferðina sem er ansi mikil á fjölmörgum gatnamótum sem þarna eru. Í dag þá hjólaði ég framhjá slysi, á einum af þessum gatnamótum, tveir fólksbílar í klessu. Lögreglan var búin að girða staðinn af þannig að ég leiddi hjólið þarna framhjá og leit yfir aðstæður. Þarna var sjúkrabíll, tveir menn að hlúa að einhverjum á börunum.Engin hreyfing. Rétt hjá var lítið barn, 2-3 ára og fjórir fullorðnir menn, í uniformum, að tala við það. Barnið horfði á þá stórum augum, einn af öðrum, sagði ekki neitt en nikkaði nokkrum sinnum. Engin hreyfing á börunum. Vitið þið..... það er ekki laust yfir, að það hafi aðeins nætt um mig þarna í rigningunni.

Það fyrsta sem ég gerði þegar að ég kom heim var að skrifa 2 símanúmer á blað, sem krakkarnir verða að vera með á sér þar til að þau fá síma.

mánudagur, 13. október 2008

.......og nú er það síminn hennar Helenu

Já áföllin stór og smá halda áfram að dynja yfir litlu fjölskylduna í Köben. Nú var það síminn hennar Helenu litlu, hún missti hann í klósettið. Þannig að nú er hann ónýtur. Á einhver GSM síma í skúffunni sem að hann er ekki að nota..................

sunnudagur, 12. október 2008

Hjólinu hans Viktors stolið.....

Já eins og ástandið sé ekki nógu slæmt. Hjólinu hans Viktors var stolið í skjóli nætur og hef ég ýmsa grunaða þó ég geti auðvitað ekkert sagt neitt um það. Kallinn minn litli var mjög sleginn yfir þessu, hafði læst því og allt, en samt var það tekið. Það er bara ekert öruggtut .......

fimmtudagur, 9. október 2008

... og svona í lokin áður en ég fer í háttinn...

Þessi málsháttur var hérna á síðunni í dag. Alveg fanta góður

Age is a question of mind over matter.
If you don't mind, it doesn't matter.
Satchel Paige

LÍN

Aðeins um námslán. Ég var að spjalla við einn sænskan samnemanda minn og hún sagði mér að auk þess að vera á námslánum þá fá sænskir nemar styrk, ca. 3.000 DK á mánuði og hún hélt að danskir nemar fengju 5.000 kr. á mánuði, fyrir utan námslánið. Við fáum 17% yfirdrátt. Magnað!!!!!

Lífið kemur manni sífellt á óvart......

Er alveg á því að ég sé í rétta náminu. Alla vega er ég fegin að vera ekki í viðskiptafræði, þeir eru að klikka á einhverju í kennslunni þar, ef marka má atburði síðstu daga. Annars neita ég að taka þátt í bölmóðssöng hér í þessu bloggi. Guð hjálpi Íslandi - kórinn verður að eiga einhverja aðra talsmenn. Segi bara að ég hef mikla samúð með öllum almenningi sem er að tapa peningunum sínum og sparnaði, og óska þess að þessi holskeifla gangi bara fljótt yfir og lífið komist á eðlilegt ról á ný.

Þangað til, hringjum, skrifum eða heilsum upp á vini og vandmenn. Þeir eru hin raunverulegi fjársjóður...........

mánudagur, 6. október 2008

Ef ég væri forsætisráðherra Íslands 2008......

.... þá myndi ég sleppa því , að geta þess, í ferilskránni minni.

sunnudagur, 5. október 2008

Námið

Fólk er ef til vill að velta því fyrir sér hvað ég er að gera hérna? Jú flest ykkar vitið að ég er að læra landslagsarkitektúr, en hvað er það.? Það er ansi margbreytilegt nám og væri kannski bara best að segja hér frá námskeiðunum sem ég er að taka .

Þessa fyrstu önn er ég í kúrs sem heitir Terrain and Technology in Landscape Architecture . Þar erum við að læra á forrit sem gerir okkur kleift að vina með landslagið, fyrir og eftir hönnun, í 3 vídd og gera alls kyns greiningar. Höfum gert tvö verkefni . Það fyrsta, þar sem að við vorum að gera alls kyns greiningar; vatnsbúskap, hæða- og hallagreiningu, skoða jafnvægið á milli skurð (cut) og fyllinga (fill) o.f .


Síðan gerðum við verkefni þar sem við unnum með fráveitu vatns og vatnsbúskap (Storm Water Management) Veit ekki alveg íslensku þýðinguna núna. Þar áttum við að hanna eitthvað sem tæki við yfirborðsvatni á ákveðnu svæði. Valið stóð um ýmsar lausnir, allt frá setlaug upp í svokallað WADI, sem ég gerði. Það er víst best að láta myndirnar tala, þó svo að ég sé ekki alveg sú besta í faginu... ennþá ....................

laugardagur, 4. október 2008

Haustið

Ég er alveg heilluð af haustinu hérna, sérstaklega af þessari klifurplöntu sem haustar sig alveg ótrúlega flott.
Og hún kemur bara beint upp úr gangstéttinni

Þessi bygging er á Bergthorasgade, alveg magnað!!