mánudagur, 20. október 2008

Að hjóla

Ég hef nú áður skrifað um hjólamenninguna hér í Köben og baráttu minni við þennan eðalfák. Og ég get sagt ykkur það að nú er þetta bara gaman. Búin að sigrast á „brekkunni“, fer framúr þeim sem ég vil og er ekki sveitt eins og rússneskur járnsmiður á heitum sumardegi, við átökin. Bara frábært. Það er þó alveg magnað að horfa á suma; reykjandi og með GSM símann undir vanganum á fleygiferð í umferðinni. Eða þá að senda SMS. Sjá frétt: http://politiken.dk/indland/article585604.ece

Og svona í lokin. Þá var það í fréttunum í kvöld að ferðir til Íslands eru afar vinsælar hér í Danmörku og nú flykkjast þeir heim til að versla. Það er svooooo ódýrt að versla þar!!! Og sjá frétt: http://tgt.dk/inspiration/tema/sparetips/article54147.ece?trackId=pol_front_art

Engin ummæli: