fimmtudagur, 16. október 2008

Atvinnuskapandi

Sá eitt alveg magnað og kostulegt í rokinu og rigningunni í gær. Eins og þið getið e.t.v. gert ykkur í hugalund þá eru ansi mörg tré hérna í Köben, stór og íburðarmikil og með alveg fanta stórum laufum sem liggja nú um allt á götum og ganstéttum þetta fallega haust.

Hjá Tivóli var sem sagt maður, merktur Kaupmannarhafnar borg að blása á laufin með þar tilgerðu blásturstæki. Veit ekki alveg hver var tilgangurinn en..... Laufin voru mörg hundruð trilljón, billjón þarna á gangstéttinni og blessaður maðurinn hammaðist þarna með blásturstækið sitt, á einu laufblaði, sem var velklesst ofan í stéttina sökum mikilar bleytu. Loksins losnaði það og rokið greip í það og feikti því í allar áttir og sama hvað maðurinn reyndi þá hafði vindurinn yfirhöndina og laufblaðið lenti sjálfsagt hinum megin á gangstéttina og klesstist þar niður í malbikið. Maðurinn snéri sér að næsta laufblaði sem ég býst við að hann hafi með tíð og tíma náð að losa. Hann er kannski að ná þetta um 30 - 40 laufblöðum á klst.

Þetta er kannski ekkert ósvipað því sem er að gerast í fjármálaheiminum. Þó að þetta sé eitthvað svo vonlaust þá er það alla vega atvinnuskapandi..........

1 ummæli:

Britta sagði...

hahaha þú ert svo glettin haha :D