föstudagur, 19. júní 2009

Dýra-sjúkrabíll

Ég verð bara að koma með þessa sögu hérna. Pálmi var sem sagt að vinna upp í Gentofte og sér þá svona sjúkrabíl sem væri ekki frásögu færandi nema að hann var merktur bak og fyrir sem sjúkrabíll fyrir dýr. Litlu síðar sér hann mann með háf út við vatn og kemst að því að sjúkrabíllinn hafði verið kallaður til, því að það hafi sést til andarunga sem virtist vera eitthvað að. Þarna var sem sagt dýrasjúkraliðsmaðurinn að slæða vatnið með háfinum og athuga hvort að hann sæi til þessa litla unga. Yndislegt!!! Þetta sýnir bara að það eru allir mikilvægir hér í Danmörku, bæði dýr og menn, líka litlir andarungar.

fimmtudagur, 18. júní 2009

Fyrsta árið búið.........

Þá er fyrsta árið búið í masternum og allt gengið upp. Var að skila verkefni með kynningu í gær það gekk bara svona ljómandi vel. Mín komin í sumarfrí sem hún ætlar að njóta með krökkunum og ástarpungnum sínum, þegar að hann verður ekki í vinnu. En hann er s.s. komin í tvær vinnur núna. Var ráðin fram á haust til að byrja með í aðhlynningunni. Hann talaði við vinnu-ráðgjafann sinn sem sagði að hann hefði aldrei móttekið svo glæsileg meðmæli frá nokkrum atvinnurekand eins og frá yfirmanninum hans Pálma. En þetta vissum við auðvitað öll, og nú veit Daninn þetta líka :) En síðan er hann líka að vinna í Netto hérna hinum megin við götuna þrjá eftirmiðdaga í viku og annan hvern laugardag. Þannig að það á bara að taka íslendinginn á þetta hér í Köben.

Krakkarnir blómstra og Helena er að fara að byrja í dönskum bekk núna eftir helgi. Mikið verður það gott því hann er hér í hverfinu, rétt hjá okkur þannig að nú verða ekki lengur langar strætóferðir í skólann. Viktor byrjar vonandi í haust líka, en það er verið að vinna í þessum skiptingum á milli skóla hjá honum. Þetta tekur allt saman langan tíma hér í Danmörku og er þolinmæði með hlutunum eitthvað sem allir sem flytja hingað verða að tileinka sér ef þeir ætla að búa hérna.

En núna er sumarið framundan og ætlum við fjölskyldan að njóta þess í botn, á ströndinni og í öllum þessum fallegu görðum sem eru hér við hvert fótmál í Kaupmannahöfn. Og ef til vill koma einhverjir gestir sem hafa efni á að koma yfir hafið í heimsókn. En mér heyrist á öllum þarna heima að þeir þurfa að vera moldríkir til að geta komist af klakanum. Ferðalög erlendis heyra sögunni til. Annars er alltaf best að eyða sumrinu heima á Íslandi: fjöllin, lækurinn, íslenska lambið og vatnið. Ahh....bara snilld......... Njótið sumarsins og blíðunar, líka þegar að hún er blaut.

þriðjudagur, 2. júní 2009

........ og svo kom júní



Nú er sumarið komið í Köben, svo um munar. Heitt og sólríkt, alveg yndislegt. Við fórum á ströndina um helgina og komum öll meira eða minna brennd heim aftur, allir nema Viktor sem hafði hlustað á móður sína og borið vel á sig vörn ÁÐUR en að við lögðum af stað. Aftur á móti brann Helena sem eru tíðindi. En dagurinn á ströndinni var yndislegur, hittum Mörtu, Sigga og strákana fyrir tilviljun og síðan slóst Britta í hópinn. Viktor var algjör hamhleypa, stökk endalaust í kaldan sjóinn, algjör nagli eins og Siggi kallaði hann.

En maí er búin að vera viðburðaríkur. Fór óvænt heim í viku til að vera við jarðarförina hjá pabba. Átti yndislega viku með fjölskyldunni. Gisti hjá mömmu sem var verulega notalegt. Allt tókst mjög vel og athöfnin svo falleg og skemmtileg, fólk grét og hló á víxl, alveg eins og hann hefði viljað hafa það. Yndislegur, hjartahlýr og frábær maður og pabbi. Mikið óskaplega sakna ég hans...........

En framundan eru spennandi tímar. Rósanna mín er á leiðinni til okkar í næstu viku og verður hjá okkur í sumar. Mikið hlakkar okkur til. Og sama dag kemur líka Sikkó og Lórenz og ætla að vera hér í 4 daga. Og Arna vinkona ætlar að koma og dvelja eina nótt þannig að næsta vika verður viðburðarrík. Auk þess erum við að skila af okkur stóra verkefninu í skólanum þannig að það verður ekki mikið sofið............ Síðan er próf 17.júní og þá er maður komin í "frí".

Ekki má gleyma því að Pálmi er komin í vinnu á svona reynslutíma í einn mánuð. Þetta er svona heimaaðhlynning, hann fer á milli fólks og sinnir því, allt frá því að versla inn fyrir þau upp í aðhlynningu. Honum líkar þetta vel, en þetta er ansi langt í burtu,upp í Gentofte, tekur um 1 klst. á hjóli og Pálmi hjólar þetta auðvitað. Þannig að það er ræs kl. 6:00 á morgnanna.......
Látum þetta nægja í bili, þangað til næst......Kossar og knús

miðvikudagur, 6. maí 2009

Bíðið við, er komin maí?????

Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Skrifaði síðast í mars! En alla vega þá er ýmislegt búið að gerast hjá okkur fjölskyldunni. Við fórum til Íslands í 3 vikur sem var góður tími en erfiður.Tilefnið var fyrst og fremst að hitta pabba sem er kominn á líknardeildina í Kópavogi. Hann hefur það bara bærilegt þessi elska og var yndislegt að hitta hann. Það var yndislegt að hitta Rósönnu, sem varð 16 ára snót 2 apríl og frábært að geta verið með henni í afmælinu. Hún er orðin svo falleg og hækkað alveg heil ósköp. Hún kemur til okkar í sumar og verður hjá okkur og hlakkar okkur mikið til. Þar sem að þetta voru páskar var ein ferming, hjá Daníel Snævars,sem er snilldarleið til að hitta alla á einu bretti. Um páskana fórum við austur í bústað og hann var allur tekin í gegn og gegnið frá dótinu okkar almennilega. Mamma var með okkur og þó það væri alveg skítkalt þá var heitt í sólinni á meðan að hún skein á okkur. Á páskadag héldum við upp á afmælið hennar Helenu og kom fullt af fólki, meiri að segja pabbi kom með Alla bróðir. Alveg frábært!!!

Ég náði prófunum sem var æðislegt. Mikið var ég fegin, var ekki alveg örugg þarna, þar sem talvan hrundi enn einu sinni á ögurstundu en hún Sólveig Helga þessi engill hjálpaði mér heldur betur þar, lánaði mér sína tölvu á meðan að það var verið að græja mína. Þannig að ég náði að skila verkefninu á réttum tíma. Var að vinna í því alla nóttina heima hjá Alla bróðir og var orðin svo þreytt um 6 leitið að ég skilaði því bara. Sem betur fer því ég átti að skil verkefninu kl. 8 um morguninn og það er tveggja tíma mismunur. Heppinn!!!
Jæja ég ætla að reyna að vera dugleg að blogga núna.Þangað til næst, guð geymi ykkur öll!

laugardagur, 14. mars 2009

Var hann ljótur?

Við fórum á Strikið í dag á meðan að krakkarnir voru i Jónshúsi í Íslensku skólanum. Röltum þar um og settumst svo úti á eitt veitningahúsið, það eina sem er sólarmegin held ég.... En alla vega á meðan að við sátum þar heyrum við íslensku af götunni og standa þá ekki þarna Baddi og ÍR-ingurinn hann Runólfur og frú. Magnað! Jæja eftir að hafa setið þarna yfir "kaffibolla" og spjallað fórm við að hitta krakkana eftir skólann og var ákveðið að hittast á elstu kránni í Köben, Vinstuen, eftir að við værum búin að ná í krakkana. Þessi krá er við Kongens Nytorv og hefur verið sótt af íslendingum frá örófi alda, af þekktustu skáldum og sjálfstæðishetjum þjóðarinnar. Jæja
krakkkarnir voru ekki alveg að fíla þetta svo ég segi þeim að Jónas Hallgrímsson hefði verið á þessum stað og að þau ættu að athuga hvort að þau gætu fundið mynd af honum, en upp um alla veggi voru myndir og teikningar af ýmsum köllum. Þá segir Viktor vð mig, eftir að hafa skoðað nokkrar myndir: Var hann ljótur? Ha, segi ég, Ljótur? af hverju spyrðu að því? Hann horfir í kringum sig og segir:Það eru bara myndir af ljótu fólki hérna.

þriðjudagur, 17. febrúar 2009

Snjórinn í Köben

Síðustu daga hefur snjóað í kóngsins Köben. Alveg magnað hvað þetta efni, snjórinn gerir allt falleg finnst mér. Tala nú ekki um þegar að sólin skín svo í ofanálag, eins og í dag. Og í dag þá hjólaði ég í gegnum skóginn í snjónum og það hef ég aldrei gert áður. Gaman að gera etthvað sem maður hefur ekki gert áður. En mikið rosalega var það kalt!!!!

sunnudagur, 15. febrúar 2009

Í vinnu eftir dauðan.........

Það er alveg magnað hvað tíminn er fljótur að líða hérna. Og alltaf jafn skemmtilegt. Það er búið að vera skelfilega kalt hérna, meiri að segja snjór en ekki nóg til að fara á skíði samt. Það er eitthvað sem ég sakna mjög mikið. En hvað er að frétta af fjölskyldunni á Axel Heides Gade?

Jú fyrsta heila önnin er búin og kella náði bara öllu. Sko gömlu seig! Og núna er ég byrjuð á þeirri næstu og hó, hó, hó segi ég nú bara. Kúrsinn er Kenningar og aðferðarfræði og hlakkaði ég mikið til að lesa aðeins um kenningar í landslagsarkítektúr. En nei, svona var það nú aldeilis ekki. Kennarinn er mikil fræðikona en vita vonlaus kennari og þið megið ekki láta þetta fara lengra.Og hún byrjaði á því að segja okkur að það yrði bara kennd ein kenning, HENNAR kenning og ein aðferðarfræði, HENNAR aðferðarfræði. Ætli hún sé skyld marteini mosdal, með eina ríkiskenningu og ríkisaðferðarfræði? Hún leyfði ekki umræður í tímum eða spurningar, en lagði til að við hópuðum okkur saman og ræddum efni fyrirlestrana, sem eru óskiljanlegir, því við megum ekki spyrja spurninga eða spyrja hana úti í efnið. Þannig að þetta ansi snúið skal ég segja ykkur. Síðan sagði hún reglulega, eftir lesturinn af glærunum eða upplestur úr greininni hennar:“ Þetta er mjög mikilvægt, þið verið að ná þessu annars.......!“ Úps!!! En síðan kom rúsínan í pylsuendanum. Hún er ekki eini kennarinn. Hjúkkít... Því í næsta tíma kom annar kennari og hann skildi ég ..eða næstum því. Og núna vorum við hóurinn minn, að skila uppkast af fyrsta verkefninu og það skondna er að það var ekki fyrr en þá sem ég skildi í raun hvað verkefnið var um, s.s. fyrsti hlutinn af aðferðinni. Gott að þetta er bara uppkast. En í hópnum er ein frá Rússlandi og ég komst að því í dag að tölvukennslan á Hvanneyri og í Moskvu er á sama leveli, það hallar jafnvel aðeins á Hvanneyri í þeim efnum.

Og af krökkunum er allt gott að frétta. Danskan er öll að koma. Og síðan er verið að velta fyrir sér lífinu og tilverunni sem er alltaf skemmtilegt.

Samtal.
Viktor: Mamma trúir þú að það sé líf eftir dauðan eða förum við bara upp til himna? Helena: Heyrðu sko, við förum upp til himna, til Guðs sko, Viktor minn.
Viktor: Og hvað, erum við bara eitthvað að fljúga þarna um, blakandi vængjum og gera ekki neitt, ha? (mjög vantrúaður)
Helena(hneyksluð): Sko við erum í vinnu hjá Guði sko, Viktor minn, við erum í vinnu við að hjálpa fólki og gera góða hluti sko.

fimmtudagur, 22. janúar 2009

Kreppan er ekkert fullorðins.......

Hitti bekkinn minn hérna á þriðjudagskvöldinu eftir að einu námskeiðinu lauk og þar var m.a. verið að tala um Obama, ræðuna hans og inntöku. Þá sagði einn bekkjarfélaginn sem var einhverstaðar frá suður Evrópu,: I am so happy for Obama, I really hope that he will save the World. Vá! Ætli blessaður maðurinn gerir sér grein fyrir væntingunum sem gerðar eru til hans af heimsbyggðinni, ef fólk hugsar svona.

Og svona eitt að lokum. Ég var búin að segja að ég myndi ekki skrifa um kreppuna, en ég verð að segja frá einni lítilli sem spurði foreldrana sína út í afmælið sitt sem er á haustmánuðu: Ef kreppan verður ekki búin þegar að ég á afmæli, fæ ég þá engar afmælisgjafir. Kreppan er ekkert fullorðins....

sunnudagur, 18. janúar 2009

Ég er á lífi en bara rétt svo....

Jæja það er orðið svo langt síðan að ég bloggaði að ég komst ekki inn á bloggið mitt í fyrstu atrennu. Mundi ekki lykilorðið og alles.... Já jólin eru búin, ef þið vissuð það ekki, hjá mér og mínum líka: Líka áramótin og þrettándinn og það er bara stutt í þorrann. Þannig að, er þetta ekki ágætur tímapunktur til að blogga?

Smá um áramótin. Við áttum yndisleg áramót. Elduðum önd í fyrsta sinn, og það verður öruggleg ekki í síðasta sinn. Algjört sælgæti!!!  Síðan fór öll fjölskyldan á hjólin og við fórum til Eiríks og Guffu og héldum upp á áramótin þar. Mjög gaman. Bergþór Smári söng írskar drykkjuvísur, með þvílíkum hreim að ég er að velta því fyrir mér að þetta með skyldleikan við íra og rautt hár er ekkert bull. Síðan fórum við öll til Mörtu og Sigga og komum að lokum heim kl. 5 um morguninn. Fyrsta sem Helena sagði þegar að við komum heim var: Ég er ekkert þreytt! svo sofnaði hún.

Annars er lítið að frétta. Þessi önn er að ljúka og á morgun verður prófkynning á verkefnum í All You Need is Arc.... Mikið rosalega verð ég fegin þegar að það verður búið. Næst blokk byrja 2.febrúar og þangað til ætla ég að liggja undir feld og hugsa mitt ráð. 
Ekkert gengur að fá vinnu hérna og það er svolítið skondið með Danann, hann er í raun að tala sig inn í einhverja kreppu hérna. Ekk eins og íslendingurinn sme var á lúsandi silingu og rakst svo á vegg og segir. Bíddu, bíddu var ekki hurð hérna?
En við sjáum hvað setur......
Þangað til. Ég elska ykkur og sendi ykkur öllum Köben-krútt-kveðjur