fimmtudagur, 18. júní 2009

Fyrsta árið búið.........

Þá er fyrsta árið búið í masternum og allt gengið upp. Var að skila verkefni með kynningu í gær það gekk bara svona ljómandi vel. Mín komin í sumarfrí sem hún ætlar að njóta með krökkunum og ástarpungnum sínum, þegar að hann verður ekki í vinnu. En hann er s.s. komin í tvær vinnur núna. Var ráðin fram á haust til að byrja með í aðhlynningunni. Hann talaði við vinnu-ráðgjafann sinn sem sagði að hann hefði aldrei móttekið svo glæsileg meðmæli frá nokkrum atvinnurekand eins og frá yfirmanninum hans Pálma. En þetta vissum við auðvitað öll, og nú veit Daninn þetta líka :) En síðan er hann líka að vinna í Netto hérna hinum megin við götuna þrjá eftirmiðdaga í viku og annan hvern laugardag. Þannig að það á bara að taka íslendinginn á þetta hér í Köben.

Krakkarnir blómstra og Helena er að fara að byrja í dönskum bekk núna eftir helgi. Mikið verður það gott því hann er hér í hverfinu, rétt hjá okkur þannig að nú verða ekki lengur langar strætóferðir í skólann. Viktor byrjar vonandi í haust líka, en það er verið að vinna í þessum skiptingum á milli skóla hjá honum. Þetta tekur allt saman langan tíma hér í Danmörku og er þolinmæði með hlutunum eitthvað sem allir sem flytja hingað verða að tileinka sér ef þeir ætla að búa hérna.

En núna er sumarið framundan og ætlum við fjölskyldan að njóta þess í botn, á ströndinni og í öllum þessum fallegu görðum sem eru hér við hvert fótmál í Kaupmannahöfn. Og ef til vill koma einhverjir gestir sem hafa efni á að koma yfir hafið í heimsókn. En mér heyrist á öllum þarna heima að þeir þurfa að vera moldríkir til að geta komist af klakanum. Ferðalög erlendis heyra sögunni til. Annars er alltaf best að eyða sumrinu heima á Íslandi: fjöllin, lækurinn, íslenska lambið og vatnið. Ahh....bara snilld......... Njótið sumarsins og blíðunar, líka þegar að hún er blaut.

Engin ummæli: