fimmtudagur, 25. desember 2008
Dönsk jól
Dæmi: Hér loka flest allar búðir kl. 20:00 á Þorláksmessu a.m.k. í Kringlunum og opna ekki aftur fyrr en 27.desember. Þannig að maður var bara búin að öllu verslunarveseni fyrir kl.20:00. En það var eitt sem við tókum eftir á meðan að við vorum að versla. Í nokkrum búðum var mannskapurinn að taka niður jólin og skreytingarnar. Hér eru nefnilega jólin búin á laugardaginn. Þá henda allir jólatrjánum og skrautinu. Við fjölskyldan eru ekki hlynt því og munum hafa okkar skraut fram á þrettánda.
Dæmi: Messan á aðfangadag er annað hvort l. 14:00 eða 16:00. Algjör snilld dyrir okkur sem viljum fara í messu og upplifa frekari hátíðleika. Fjölskyldan fór s.s. í danska messu kl.14:00 og þó að þeir syngju ekki Heims um ból í lokin var þetta mjög hátíðlegt. Presturinn var greinilega mjög fyndin, a.m.k. hló fólk mikiðundir ræðunni. En við skildum ekki neitt og allir nema ég og Helena sváfu. Við fórum líka í messu á jóladag, og þá skildum við allt enda var hún íslensk. Mjög skemmtilegt þar sem Stefán „bekkjarbróðir“ var að skíra litlu stelpuna sína, hana Freyju Rakel. Þarna voru því fleiri „bekkjarsystkyni“ og makar.
Annars er þetta búið að vera ansi hefðbndið hjá okkur, hamborgarahryggur, hangikjöt, jólapakkar og mikil, mikil gleði. Það sem skyggði helst á gleðin er ástandið heima. Heilsan hjá pabba fer ekki batnandi og síðan var Beggó bróðir lagður inn akút á mánudaginn þar sem hann var lífgaður við og verður nú að liggja inn alla hátíðarnar undir eftirlit þangað til að hann kemst í hjartaaðgerð. Þannig að hugurinn var og er óneitanlega heima hjá þeim.
En til ykkar sem lesa þetta blogg hjá okkur, þá sendum við okkar bestu óskir um Gleðileg jól og að hátíðin færi ykkur öllum hamingju og munið að njóta stundarinnar með öllum þeim sem skipta okkur máli.
föstudagur, 19. desember 2008
miðvikudagur, 10. desember 2008
Hárin í innra eyranu
Í síðasta pósti þá googlaði ég til að finna mynd af rauðvíni og myndinni fylgdi líka þessi skemmtilega tilvitnun í einhverja snilldar rannsókn. Heynin hjá mér hefur nefnilega hrakað ansi mikið undanfarið þannig að ég er búin að þurrka rykið af heyrnatækinu mínu. Þannig að nú ætla ég að huga að hárunum í innra eyra og fá mér meira rauðvín.
SKÁL!
RED WINE CAN STOP YOU FROM GOING DEAF!!!!
While it's been known for some time that it (in moderation): is good for your heart; can ward off colds; and strengthen your immune system — now Dr. Jochen Schacht in America tells New Scientist magazine (via SKY News) that moderate amounts of red protect the delicate hairs in the inner ear. Experiments found antioxidants in red wine, like green tea, "neutralized chemical agents that attack the hairs.
"It certainly can't hurt to increase the amount of red wine or green tea you consume," the good doctor said.
http://images.google.is/imgres?imgurl=http://news.thomasnet.com/IMT/archives/Red%2520wine%2520can%2520stop%2520you%2520from%2520going%2520deaf,%2520researchers%2520say.jpg&imgrefurl=http://news.thomasnet.com/IMT/archives/2006/05/light_friday_insobot_hybrid_bear_red_wine_deafness.html&usg=__TWfsYf4Zbht_e2KBYt4ntbIIliw=&h=450&w=297&sz=11&hl=is&start=8&tbnid=RWCOoUcpwV5MtM:&tbnh=127&tbnw=84&prev=/images%3Fq%3Dred%2Bwine%26gbv%3D2%26hl%3Dis%26sa%3DG
Þegar að andinn hefur yfirgefið mann.....
SKÁL!
þriðjudagur, 9. desember 2008
Eldra settið
sunnudagur, 7. desember 2008
Uppáhaldsgata
Ég er búin að finna uppáhaldsgötu eða götur í Köben. Örugglega ekki þær einu. þessar eru alveg magnaðar. Við Sankti Páls kirju, í nágreni við Jónshús. Göturnar svo gamlar að það var vont að ganga á hellulögninni. Húsin svo skemmtilega skökk og lífræn. Og aðeins neðar var gata með alveg einstakelga vel uppgerðum húsum. Falleg gata. Fallegar götur. Mikið af gallerýum og listamanna-vinnustofum. Á eftir að skoða þetta hverfi mun betur.
Læt fylgja með myndir af okkur Viktori þar sem að við vorum á svona föndurdegi í skólanum. Sniðug hugmynd, bekkurinn hittist með foreldrum og föndraði saman. Þannig var það með alla bekki í skólanum. Og þessi gamla bygging ilmaði af greni og piparkökum saman við gömlu fúkka-timbur-reyklyktina.