miðvikudagur, 10. desember 2008

Þegar að andinn hefur yfirgefið mann.....

Sit hérna í sorg og sút. Ég er andlaus. Gjörsamlega andlaus. Bara þykk heiðarþokan í kollinum og enginn von á að það rofi neitt til á næstunni. Engar hugmyndir, engin hönnun, bara ekkert. "Sukk...." Atvinnuleit, krakkarnir mínir að koma, jólaundirbúningur, .... o.fl eiga hug minn allan. Sérstaklega krakkarnir mínir. "Oh..."  mikið hlakka ég til.  En það bólar ekki á neinum hugmyndum. Það er bara eitt að gera í stöðunni, fá sér rauðvín. 

SKÁL!

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

So so so hvað er að heyra. Er ekki hægt að skella þessu saman í eitt gott session rauðvínsdrykkjunni, hugmyndavinnunni og klippingu á strákunum þínum. Ein kvöldstund, slatti af rauðvíni og málið er dautt....

Knús í kotið
Aldís