fimmtudagur, 22. janúar 2009

Kreppan er ekkert fullorðins.......

Hitti bekkinn minn hérna á þriðjudagskvöldinu eftir að einu námskeiðinu lauk og þar var m.a. verið að tala um Obama, ræðuna hans og inntöku. Þá sagði einn bekkjarfélaginn sem var einhverstaðar frá suður Evrópu,: I am so happy for Obama, I really hope that he will save the World. Vá! Ætli blessaður maðurinn gerir sér grein fyrir væntingunum sem gerðar eru til hans af heimsbyggðinni, ef fólk hugsar svona.

Og svona eitt að lokum. Ég var búin að segja að ég myndi ekki skrifa um kreppuna, en ég verð að segja frá einni lítilli sem spurði foreldrana sína út í afmælið sitt sem er á haustmánuðu: Ef kreppan verður ekki búin þegar að ég á afmæli, fæ ég þá engar afmælisgjafir. Kreppan er ekkert fullorðins....

sunnudagur, 18. janúar 2009

Ég er á lífi en bara rétt svo....

Jæja það er orðið svo langt síðan að ég bloggaði að ég komst ekki inn á bloggið mitt í fyrstu atrennu. Mundi ekki lykilorðið og alles.... Já jólin eru búin, ef þið vissuð það ekki, hjá mér og mínum líka: Líka áramótin og þrettándinn og það er bara stutt í þorrann. Þannig að, er þetta ekki ágætur tímapunktur til að blogga?

Smá um áramótin. Við áttum yndisleg áramót. Elduðum önd í fyrsta sinn, og það verður öruggleg ekki í síðasta sinn. Algjört sælgæti!!!  Síðan fór öll fjölskyldan á hjólin og við fórum til Eiríks og Guffu og héldum upp á áramótin þar. Mjög gaman. Bergþór Smári söng írskar drykkjuvísur, með þvílíkum hreim að ég er að velta því fyrir mér að þetta með skyldleikan við íra og rautt hár er ekkert bull. Síðan fórum við öll til Mörtu og Sigga og komum að lokum heim kl. 5 um morguninn. Fyrsta sem Helena sagði þegar að við komum heim var: Ég er ekkert þreytt! svo sofnaði hún.

Annars er lítið að frétta. Þessi önn er að ljúka og á morgun verður prófkynning á verkefnum í All You Need is Arc.... Mikið rosalega verð ég fegin þegar að það verður búið. Næst blokk byrja 2.febrúar og þangað til ætla ég að liggja undir feld og hugsa mitt ráð. 
Ekkert gengur að fá vinnu hérna og það er svolítið skondið með Danann, hann er í raun að tala sig inn í einhverja kreppu hérna. Ekk eins og íslendingurinn sme var á lúsandi silingu og rakst svo á vegg og segir. Bíddu, bíddu var ekki hurð hérna?
En við sjáum hvað setur......
Þangað til. Ég elska ykkur og sendi ykkur öllum Köben-krútt-kveðjur