miðvikudagur, 6. maí 2009

Bíðið við, er komin maí?????

Ótrúlegt hvað tíminn er fljótur að líða. Skrifaði síðast í mars! En alla vega þá er ýmislegt búið að gerast hjá okkur fjölskyldunni. Við fórum til Íslands í 3 vikur sem var góður tími en erfiður.Tilefnið var fyrst og fremst að hitta pabba sem er kominn á líknardeildina í Kópavogi. Hann hefur það bara bærilegt þessi elska og var yndislegt að hitta hann. Það var yndislegt að hitta Rósönnu, sem varð 16 ára snót 2 apríl og frábært að geta verið með henni í afmælinu. Hún er orðin svo falleg og hækkað alveg heil ósköp. Hún kemur til okkar í sumar og verður hjá okkur og hlakkar okkur mikið til. Þar sem að þetta voru páskar var ein ferming, hjá Daníel Snævars,sem er snilldarleið til að hitta alla á einu bretti. Um páskana fórum við austur í bústað og hann var allur tekin í gegn og gegnið frá dótinu okkar almennilega. Mamma var með okkur og þó það væri alveg skítkalt þá var heitt í sólinni á meðan að hún skein á okkur. Á páskadag héldum við upp á afmælið hennar Helenu og kom fullt af fólki, meiri að segja pabbi kom með Alla bróðir. Alveg frábært!!!

Ég náði prófunum sem var æðislegt. Mikið var ég fegin, var ekki alveg örugg þarna, þar sem talvan hrundi enn einu sinni á ögurstundu en hún Sólveig Helga þessi engill hjálpaði mér heldur betur þar, lánaði mér sína tölvu á meðan að það var verið að græja mína. Þannig að ég náði að skila verkefninu á réttum tíma. Var að vinna í því alla nóttina heima hjá Alla bróðir og var orðin svo þreytt um 6 leitið að ég skilaði því bara. Sem betur fer því ég átti að skil verkefninu kl. 8 um morguninn og það er tveggja tíma mismunur. Heppinn!!!
Jæja ég ætla að reyna að vera dugleg að blogga núna.Þangað til næst, guð geymi ykkur öll!

5 ummæli:

Heiða sagði...

Gaman að fá fréttir af þér Ragna mín :) Auðvitað náðirðu prófunum, ég meina AUÐVITAÐ!
Langi þig í fréttir af mér þá var ég að setja inn myndir frá 2008 á Fb. Það er þó örugglega fátt nýtt fyrir þér þar ... varstu ekki meira og minna við hliðina á mér allan 2008???

Hafið það ógurlega gott, ég læt mig enn dreyma um að koma í heimsókn einn daginn ;)

Ragna sagði...

Væri ekki leiðinlegt að fá þig í dýrðina hér í Köben. Sakna þín...snökt.snökt...

Alma sagði...

Jebb það er kominn Maí Ragna! Pældu í því hehe En mikið var nú gaman að hitta ykkur um daginn. Hafðu það nú alltaf gott og þið öll. Knús í húsið ykkar

Helga sagði...

ég segi nú bara víhú :)

Nafnlaus sagði...

Independent [url=http://www.COOLINVOICES.COM]invoice online[/url] software, inventory software and billing software to conceive competent invoices in minute while tracking your customers.