Þessa fyrstu önn er ég í kúrs sem heitir Terrain and Technology in Landscape Architecture . Þar erum við að læra á forrit sem gerir okkur kleift að vina með landslagið, fyrir og eftir hönnun, í 3 vídd og gera alls kyns greiningar. Höfum gert tvö verkefni . Það fyrsta, þar sem að við vorum að gera alls kyns greiningar; vatnsbúskap, hæða- og hallagreiningu, skoða jafnvægið á milli skurð (cut) og fyllinga (fill) o.f .
Síðan gerðum við verkefni þar sem við unnum með fráveitu vatns og vatnsbúskap (Storm Water Management) Veit ekki alveg íslensku þýðinguna núna. Þar áttum við að hanna eitthvað sem tæki við yfirborðsvatni á ákveðnu svæði. Valið stóð um ýmsar lausnir, allt frá setlaug upp í svokallað WADI, sem ég gerði. Það er víst best að láta myndirnar tala, þó svo að ég sé ekki alveg sú besta í faginu... ennþá ....................
Engin ummæli:
Skrifa ummæli