mánudagur, 22. september 2008

Haustið


Hér kom haustið 15.september. Bara búmm! Alveg magnað!!! Og ég tók fyrst eftir því á klifurjurtum ( ætla ekki að tegundagreina það hér á netinu :) ) sem klifra hér upp úr gangstéttinni bókstaflega og leggjast utan á húsin. Og stundum er þetta svolítið kreepý, minnir mann á bíómyndina, Innrásina frá Mars með Dakota Fanning ( Tom Cruise var eitthvað að slubberast þarna líka). Tréð verður eldrautt, eins og æðar utan á húsinu. Ég er viss um að höfundur sögunar hefur fengið hugmyndina að hausti! Ég tók eina mynd á hlaupum um daginn en mun bæta við fleirum hérna, af þessu magnaða hausti..........................

Engin ummæli: