Um helgar fyllist póstkassinn minn af tilboðsblöðum frá hinum og þessum verslunum. Og þá á maður að sejast niður með blöðin og kaffibolla og fara yfir tilboðin og skrái niður hvar eru nú bestu kaupin á tómötum, skinku, WC papír o.s.frv. Okei, ég get þetta. Síðan á maður að fara á milli þessara staða, á hjóli auðvitað, og versla hagkvæmlega inn. Ég er ekki komin á þetta stig ennþá en ég á þó listann!!! En eins og að ástandið er á krónunni og mörkuðunum í heiminum er eins gott að komast fyrr heldur en seinna á það stig svo maður lifi þetta af hérna. Maður verður þó að hætta að bera þetta saman við íslensku krónuna , það ruglar mann bara.
En aftur að tilboðsblöðunum. Þau eru nokkuð skondin sumhver. Matvöruverslanirnar sérstaklega. Þessa vikuna er einmitt tilboð á flyglum og píanóum í einni matvörubúðinni, einmitt það sem maður grípur með sér í körfuna ásamt gúrkunni og mjólkinni. Og í fyrr í mánuðinum voru tilboð á hestaklæðnaði, bæði fyrir knapa og hest; hestateppi, úlpa, buxur, stigvél og hvað eina. Var að hugsa um að fjárfesta í þessu, þetta var á svo djöf... góðu verði. Bíð eftir að hesturinn komi á tilboði næsta blaði!!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli