Jæja krakkarnir eru að byrja í íþróttum. Helena fór í sinn fyrsta handboltatíma í dag og gekk vel og Viktor er að byrja í fótbolta á morgun með félagi sem heitir Hekla, http://bkhekla.dk/. Þetta félag er búið að vera til síðan 1926.
Annars eru krakkarnir algjörir snillinga. Þau eru búin að villast hér í Köben og mér var ekki alveg um sel þegar að þau hringdu og sögðurst hafa gleymt að fara úr strætó á réttum stað og vissu ekki hvar þau voru. En þau náðu að koma sér á Hovedbanestationen, járnbrautastöðina og ná réttum vagni. Ekki alveg kjör aðtsæður en þau redduðu sér! Algjörir snillingar. Og í dag var ég lengur í skólanum alveg fram á kvöld, en við stelpurnar fengum aukatíma í Auto Cad til að koma okkur inn í það forrit. Og þessir snillingar hringdu og vildu fá leiðbeiningar um að elda sér pasta, því þau vildu ekki afgangana frá því í gær. Ekki málið! Ég vona þó að það verði ekki mikið af svona kvöldvinnu.
1 ummæli:
já engin furða að þau sætti sig ekki við að borða bara "left overs" þótt mamma sé ekki heima haha Þú samt heppin að þau eru dugleg að redda sér XXX
Skrifa ummæli