Já hér eru allir á hjóli í Kaupmanahöfn og mikil hjólamenning. Mjög ákveðnar umferðarreglur, sem ég á erfitt með að fara eftir enda fæ ég reglulega pílur frá samfarþegum mínum í umferðinni. En þetta er allt að koma hjá mér og ég hjóla ekki eins mikið á gangstéttinni eða á móti umferðinni og ég gerði fyrstu dagana.
Ég hef sett mér markmið og það er að ná að hjóla í skólan án þess að deyja á leiðinni. Ég veit að þetta er bölv... aumingjaskapur en svona er bara ástandið á minni í dag!!! Ákveðnir vöðvar í lærunum eru bara óhóhó..... "hvað er þetta, er verið að vekja okkur til lífsins núna, og bara taka á því" með tilheyrandi verkjum. Þetta er að mestu flatneskja alla leið nema yfir brúnna, þar er halli sem er alveg að drepa mig. Það er kannski ekki bara hallinn, heldur er nánast alltaf hávaða rok þarna þannig að maður er stundum nánast stopp, eða mér finnst það. Það er nefnilega þessir vindstrengir sem koma á ákveðnum stöðum sem eru að gera mér lífið leitt á hjólinu og ég ætla mér að vinna á. Og ég skal komast framúr einhverjum, áður langt um líður og byrjum á gömlu konunni í pilsinu, með hattinn!!!!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Já ég veit, man ekki til að þú hafir einhverntímann farið eftir einhverjum reglum! Ferð varla að taka upp á því núna.
Skrifa ummæli