laugardagur, 6. september 2008

Danskar lýs.......

Í gærmorgun var vaknað snemma eins og venjulega 6:35 en núna urðu morgunverkin nokkuð ólík þeim sem við vanalega gerum. Tók eftir því að Viktor klóraði sér ansi oft í hausnum þannig að ég kom með kambin ógurlega og rendi í gegnum hárið á honum. Og ó jú krakkinn komin með danskar lýs í hausinn. Þannig að ég lét hann og Helenu bara vera heima á meðan á meðferð stendur. Ég HATA lús!!!!! Mér skilst að þetta sé nokkuð mikið vandamál hérna og menn ekkert að kippa sér um of við þessu. En ég VONA að þetta verði ekki reglulegur viðburður hjá okkur fjölskyldunni!

2 ummæli:

Rósa sagði...

Gaman að lesa um ykkur!
Gangi ykkur vel í lúsabaráttunni. Það kom upp lús í mínum bekk í síðustu viku en ég er að umsjónarkennari hjá þriðja bekk. Lúsin er víst algeng á haustin.

Alma sagði...

Æi það er nú ekki gaman að fá Lúsina í heimsókn en sem betur fer er ekki svo erfitt að losna við hana, svo er víst rosa gott fyrir krakka að vera með buff í skólanum ef þetta er vandamál. En vonandi gengur þér betur með þetta blogg því það er svo gaman að fá að fylgjast með
XXX