Pálmi er að flytja út til okkar!!!
Hann kemur á þriðjudaginn og hlakkar okkur alveg óstjórnlega til. Það verður æðislegt að fá hann. Við krakkarnir erum frekar óörugg, með þessa blessaða nágranna á móti okkur.
Þau hafa núna í tvígang reynt að koma hingað inn hjá krökkunum, þegar að ég er ekki heima, biðja um að fá lánað hitt og þetta, penna, panódil o.fl. Í gær morgunn hringdi bjallan kl. 7:30, einn frekar blekaður að spyrja mig hvort að ég ætti sígarettu. Djöf....fannst mér það óþægilegt. Maður þorir varla að fara ein í sturtu á morgnana. Síðan var hringt síðar um daginn, sami gaur, ennþá blekaðri og nú spurði hann um síma. Ég veit ekki hvað þau halda um okkur, því við eigum aldrei nokkurn skapaðan hlut sem þau biðja um. Helena þorir ekki að vera ein heima vegna þessa, er alltaf á nálum að þau hringi nú á dyrabjöllunni. En ég læt eins og ekkert sé, er þessi svellkalda mamma sem hræðist ekki neitt.. ........ Já einu sinni var alltaf gaman að heyra í dyrabjöllunni, einhver að koma í heimsókn en núna kvíðir maður fyrir því að hún hringi.
Það verður því æðislegt að hafa hann hérna hjá okkur. Gott að fá eitthvað hlýtt til að hrjúfra sig upp að. Börnin fá þá aðeins frið fyrir kúrandi mömmunni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Nei vá en æðislegt fyrir ykkur, en hvað ég er glöð fyrir ykkar hönd að hann sé að koma
Knús frá mér XX
Já, það er flott að Pálmi skuli vera að koma til ykkar, samkvæmt öllu veitir ekki af öryggisverði og veit ég að Pálmi verður ekki lengi að tala þessa nágranna í burtu!!!
Bestu kveðjur Vignir
Skrifa ummæli