sunnudagur, 26. október 2008

Handboltamót stelpna, algjörir snillingar

Helena keppti á sínu fyrsta handboltamóti hér í Danmörku. Mótið var í Hellerup, og var hin mesta skemmtun. Þær eru alveg yndislegar þessar stelpur, algjörir snillingar. Ekki kannski alltaf með einbeitinguna á boltanum. " Vá en flottir skór. Hvað ertu með í hárinu? Flott spenna. Bíddu er markið í þessa átt?" Annars voru þær mjög flottar og liðið hennar Helenu vann alla sína leiki!!!

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Frábært!
Ég er ánægð með að Pálmi sé að koma til ykkar og gaman að heyra að allir séu búnir að finna sig í íþróttunum. Fótbolti, handbolti og hjólreiðar!!Vá!!

Bíð spennt eftir hvað Pálmi velur sér???

Verðið þið þá úti um jólin?

Knús í kotið
Aldís

Nafnlaus sagði...

Já við verðum úti um jólin og hlökkum mikið til þess. Höfum aldrei verið að heiman um jólon áður þannig að þetta verður upplifun!

Nafnlaus sagði...

Ok frábært. Við verðum á ferðinni fjölskyldan um jólin svo ef við stoppum í Köben þá kíkjum við kannski á ykkur. :-)

Aldís

Nafnlaus sagði...

Hæ Ragna, gaman að fylgjast aðeins með ykkur hér á blogginu. Vonandi gengur þér vel í skólanum. Bestu kveðjur frá Berglindi Hvanneyri

Heiða sagði...

Jaeja Ragna! Hvernig er svo ad hafa Palma sinn hja ser??? Gledi og hamingja geri eg rad fyrir.