sunnudagur, 7. desember 2008

Uppáhaldsgata

Ég er búin að finna uppáhaldsgötu eða götur í Köben. Örugglega ekki þær einu. þessar eru alveg magnaðar. Við Sankti Páls kirju,  í nágreni við Jónshús. Göturnar svo gamlar að það var vont að ganga á hellulögninni. Húsin svo skemmtilega skökk og lífræn.  Og aðeins neðar var gata með alveg einstakelga vel uppgerðum húsum. Falleg gata. Fallegar götur. Mikið af gallerýum og listamanna-vinnustofum. Á eftir að skoða þetta hverfi mun betur.

Læt fylgja með myndir af okkur Viktori þar sem að við vorum á svona föndurdegi í skólanum. Sniðug hugmynd, bekkurinn hittist með foreldrum og föndraði saman. Þannig var það með alla bekki í skólanum. Og þessi gamla bygging ilmaði af greni og piparkökum saman við gömlu fúkka-timbur-reyklyktina.  






3 ummæli:

Heiða sagði...

Köben góða Köben. Gaman að sjá myndir. Maður finnur stundum fyrir því að vera í útlöndum. Það er t.d. yndislegt að vakna klukkan sjö á morgnana og það er bjart úti. Það er líka dásamlegt að það sé sól úti þó það sé 8 desember og logn þegar maður hjólar í skólann.

Knús til ykkar

Nafnlaus sagði...

oh lífið virðist leika við ykkur. Gaman að sjá framan í þig sæta. Sakna þess!

Knús í kotið
Aldís

Britta sagði...

Labbaði einmitt þessar götur á laugardaginn... þarna þegar ég rétt missti af ykkur í Jóns húsi :) ótrúlega huggulegt hverfi... mig langar mér að búa þar hahaha :)