sunnudagur, 2. nóvember 2008

Pálmi er kominn

Já Pálmi er kominn!!! Og skemmtanagildið í blokkinni hefur slegið öll met eftir að hann kom. Annars er hann komin með nýtt áhugamál, en það er að gera upp gömul hjól. Eigum öruggleg hjól handa allri fjölskyldunni þegar að hún sameinast um jólin og gott betur en það.


Það er búið að fara víða og sækja um vinnu og verður örugglega ekki langt þangað til að það skili einhverju fljótt. Menn ganga nú samt ekki hérna inn af götunni og í vinnu. Allt hefur sinn feril, umsóknir og mikil skriffinnska.

Annars fyrir þau ykkur sem ekki vita, þá opnar jóla-Tívólíið 14.nóvember og verður fram til 31.desember.

4 ummæli:

Alma sagði...

Já það eru gleðifréttir að Pálmis sé komin til ykkar voandi fær hann einhverja vinnu fljótlega. Annars vissi ég þetta með tívolíið og væri það algjör draumur að komast út og hitta ykkur öll og Signý þá í leiðinni en ég er ansi hrædd um að við þurfum að vinna í lottó til þess að eiga fyrir miðunum þessa dagana. Þetta fer vonandi allt bantnandi með vorinu, hver veit nema við komum þá knús til ykkar xxx

Marta María sagði...

Til hamingju með að vera komin með Pálma til Köben og vonandi fær hann vinnu sem fyrst...

Heiða sagði...

Hefur ekkert skemmtilegt gerst frá því að Pálmi kom út? Ég á nú bágt með að trúa því :)
blogg-blogg

Nafnlaus sagði...

Já það er nú meira sem hann Pálmi er bara endalaust skemmtilegur. Svo skemmtilegur að ekki gefst færi til að blogga.

Kveðja Aldís