þriðjudagur, 2. júní 2009

........ og svo kom júní



Nú er sumarið komið í Köben, svo um munar. Heitt og sólríkt, alveg yndislegt. Við fórum á ströndina um helgina og komum öll meira eða minna brennd heim aftur, allir nema Viktor sem hafði hlustað á móður sína og borið vel á sig vörn ÁÐUR en að við lögðum af stað. Aftur á móti brann Helena sem eru tíðindi. En dagurinn á ströndinni var yndislegur, hittum Mörtu, Sigga og strákana fyrir tilviljun og síðan slóst Britta í hópinn. Viktor var algjör hamhleypa, stökk endalaust í kaldan sjóinn, algjör nagli eins og Siggi kallaði hann.

En maí er búin að vera viðburðaríkur. Fór óvænt heim í viku til að vera við jarðarförina hjá pabba. Átti yndislega viku með fjölskyldunni. Gisti hjá mömmu sem var verulega notalegt. Allt tókst mjög vel og athöfnin svo falleg og skemmtileg, fólk grét og hló á víxl, alveg eins og hann hefði viljað hafa það. Yndislegur, hjartahlýr og frábær maður og pabbi. Mikið óskaplega sakna ég hans...........

En framundan eru spennandi tímar. Rósanna mín er á leiðinni til okkar í næstu viku og verður hjá okkur í sumar. Mikið hlakkar okkur til. Og sama dag kemur líka Sikkó og Lórenz og ætla að vera hér í 4 daga. Og Arna vinkona ætlar að koma og dvelja eina nótt þannig að næsta vika verður viðburðarrík. Auk þess erum við að skila af okkur stóra verkefninu í skólanum þannig að það verður ekki mikið sofið............ Síðan er próf 17.júní og þá er maður komin í "frí".

Ekki má gleyma því að Pálmi er komin í vinnu á svona reynslutíma í einn mánuð. Þetta er svona heimaaðhlynning, hann fer á milli fólks og sinnir því, allt frá því að versla inn fyrir þau upp í aðhlynningu. Honum líkar þetta vel, en þetta er ansi langt í burtu,upp í Gentofte, tekur um 1 klst. á hjóli og Pálmi hjólar þetta auðvitað. Þannig að það er ræs kl. 6:00 á morgnanna.......
Látum þetta nægja í bili, þangað til næst......Kossar og knús

2 ummæli:

Heiða sagði...

Gaman að fá fréttir af ykkur fallega fjölskylda. Þetta veður er algjör snilld. Hér er einmitt búið að vera sumar í tvo mánuði og ætli maður geti ekki reiknað með því í fjóra mánuði í viðbót! Íha!

Knús í kotið

Nafnlaus sagði...

Frábært að heyra frá ykkur og vona að þið njótið sumarsins í botn.

(Ohh það hefði verið svo upplagt að kíkja á ykkur öll þarna en það bíður bara betri tíma.)

Aldís