fimmtudagur, 25. desember 2008

Dönsk jól

Jólin hér í danaveldi hafa verið ansi séstök, skemmtilega sérstök og margt sem íslendingurinn gæti tekið upp.
Dæmi: Hér loka flest allar búðir kl. 20:00 á Þorláksmessu a.m.k. í Kringlunum og opna ekki aftur fyrr en 27.desember. Þannig að maður var bara búin að öllu verslunarveseni fyrir kl.20:00. En það var eitt sem við tókum eftir á meðan að við vorum að versla. Í nokkrum búðum var mannskapurinn að taka niður jólin og skreytingarnar. Hér eru nefnilega jólin búin á laugardaginn. Þá henda allir jólatrjánum og skrautinu. Við fjölskyldan eru ekki hlynt því og munum hafa okkar skraut fram á þrettánda.
Dæmi: Messan á aðfangadag er annað hvort l. 14:00 eða 16:00. Algjör snilld dyrir okkur sem viljum fara í messu og upplifa frekari hátíðleika. Fjölskyldan fór s.s. í danska messu kl.14:00 og þó að þeir syngju ekki Heims um ból í lokin var þetta mjög hátíðlegt. Presturinn var greinilega mjög fyndin, a.m.k. hló fólk mikiðundir ræðunni. En við skildum ekki neitt og allir nema ég og Helena sváfu. Við fórum líka í messu á jóladag, og þá skildum við allt enda var hún íslensk. Mjög skemmtilegt þar sem Stefán „bekkjarbróðir“ var að skíra litlu stelpuna sína, hana Freyju Rakel. Þarna voru því fleiri „bekkjarsystkyni“ og makar.
Annars er þetta búið að vera ansi hefðbndið hjá okkur, hamborgarahryggur, hangikjöt, jólapakkar og mikil, mikil gleði. Það sem skyggði helst á gleðin er ástandið heima. Heilsan hjá pabba fer ekki batnandi og síðan var Beggó bróðir lagður inn akút á mánudaginn þar sem hann var lífgaður við og verður nú að liggja inn alla hátíðarnar undir eftirlit þangað til að hann kemst í hjartaaðgerð. Þannig að hugurinn var og er óneitanlega heima hjá þeim.
En til ykkar sem lesa þetta blogg hjá okkur, þá sendum við okkar bestu óskir um Gleðileg jól og að hátíðin færi ykkur öllum hamingju og munið að njóta stundarinnar með öllum þeim sem skipta okkur máli.





5 ummæli:

Alma sagði...

GLEÐILEG JÓL ELSKULEGA FJÖLSKYLDA HAFIÐ ÞAÐ SEM ALLRA ALLRA BEST JÓLAKNÚS XXXALMA

Britta sagði...

voðalega er þetta flott fjölskylda :) vantar bara barónessuna á myndina ;)

gleðileg jól kæru vinir ... hlakka til að sjá ykkur í janúar á flúnku nýju ári :)

Heiða sagði...

Gaman að lesa um dönsk jól. Hafið það gott.

Nafnlaus sagði...

Kæra Ragna

Vona að jólin hafi verið ykkur ánægjuleg og ég óska ykkur gleðilegs nýars. Vona að þið hafið það sem allra best.

Takk fyrir liðið. Kv. María Guðbjörg

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt ár kæru vinir.
Verða nokkuð jól hjá ykkur fram að páskum?

Kveðja Aldís