Það er alveg magnað hvað tíminn er fljótur að líða hérna. Og alltaf jafn skemmtilegt. Það er búið að vera skelfilega kalt hérna, meiri að segja snjór en ekki nóg til að fara á skíði samt. Það er eitthvað sem ég sakna mjög mikið. En hvað er að frétta af fjölskyldunni á Axel Heides Gade?
Jú fyrsta heila önnin er búin og kella náði bara öllu. Sko gömlu seig! Og núna er ég byrjuð á þeirri næstu og hó, hó, hó segi ég nú bara. Kúrsinn er Kenningar og aðferðarfræði og hlakkaði ég mikið til að lesa aðeins um kenningar í landslagsarkítektúr. En nei, svona var það nú aldeilis ekki. Kennarinn er mikil fræðikona en vita vonlaus kennari og þið megið ekki láta þetta fara lengra.Og hún byrjaði á því að segja okkur að það yrði bara kennd ein kenning, HENNAR kenning og ein aðferðarfræði, HENNAR aðferðarfræði. Ætli hún sé skyld marteini mosdal, með eina ríkiskenningu og ríkisaðferðarfræði? Hún leyfði ekki umræður í tímum eða spurningar, en lagði til að við hópuðum okkur saman og ræddum efni fyrirlestrana, sem eru óskiljanlegir, því við megum ekki spyrja spurninga eða spyrja hana úti í efnið. Þannig að þetta ansi snúið skal ég segja ykkur. Síðan sagði hún reglulega, eftir lesturinn af glærunum eða upplestur úr greininni hennar:“ Þetta er mjög mikilvægt, þið verið að ná þessu annars.......!“ Úps!!! En síðan kom rúsínan í pylsuendanum. Hún er ekki eini kennarinn. Hjúkkít... Því í næsta tíma kom annar kennari og hann skildi ég ..eða næstum því. Og núna vorum við hóurinn minn, að skila uppkast af fyrsta verkefninu og það skondna er að það var ekki fyrr en þá sem ég skildi í raun hvað verkefnið var um, s.s. fyrsti hlutinn af aðferðinni. Gott að þetta er bara uppkast. En í hópnum er ein frá Rússlandi og ég komst að því í dag að tölvukennslan á Hvanneyri og í Moskvu er á sama leveli, það hallar jafnvel aðeins á Hvanneyri í þeim efnum.
Og af krökkunum er allt gott að frétta. Danskan er öll að koma. Og síðan er verið að velta fyrir sér lífinu og tilverunni sem er alltaf skemmtilegt.
Samtal.
Viktor: Mamma trúir þú að það sé líf eftir dauðan eða förum við bara upp til himna? Helena: Heyrðu sko, við förum upp til himna, til Guðs sko, Viktor minn.
Viktor: Og hvað, erum við bara eitthvað að fljúga þarna um, blakandi vængjum og gera ekki neitt, ha? (mjög vantrúaður)
Helena(hneyksluð): Sko við erum í vinnu hjá Guði sko, Viktor minn, við erum í vinnu við að hjálpa fólki og gera góða hluti sko.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Heyrðu - heitir þessa góða kona Malene Hauxner eða e-ð slíkt? Hún er víst umtöluð! HAHAHA
Heyrðu já einmitt. Hróður hennar berst víða. Annars vorum við með kyninguna á uppkastinu í gær og hún kom bara á óvart, var bara almennileg. Batnandi fólki er best að lifa. Við skulum vona að það sé í gangi hér.
Ég hef frétt að frú Hauxner sé veik fyrir kk nemendum, ég ætla að reyna að spila út því trompi ef allt annað klikkar....
Es. vonandi les hún ekki bloggið þitt:)
Skrifa ummæli