Við fórum á Strikið í dag á meðan að krakkarnir voru i Jónshúsi í Íslensku skólanum. Röltum þar um og settumst svo úti á eitt veitningahúsið, það eina sem er sólarmegin held ég.... En alla vega á meðan að við sátum þar heyrum við íslensku af götunni og standa þá ekki þarna Baddi og ÍR-ingurinn hann Runólfur og frú. Magnað! Jæja eftir að hafa setið þarna yfir "kaffibolla" og spjallað fórm við að hitta krakkana eftir skólann og var ákveðið að hittast á elstu kránni í Köben, Vinstuen, eftir að við værum búin að ná í krakkana. Þessi krá er við Kongens Nytorv og hefur verið sótt af íslendingum frá örófi alda, af þekktustu skáldum og sjálfstæðishetjum þjóðarinnar. Jæja
krakkkarnir voru ekki alveg að fíla þetta svo ég segi þeim að Jónas Hallgrímsson hefði verið á þessum stað og að þau ættu að athuga hvort að þau gætu fundið mynd af honum, en upp um alla veggi voru myndir og teikningar af ýmsum köllum. Þá segir Viktor vð mig, eftir að hafa skoðað nokkrar myndir: Var hann ljótur? Ha, segi ég, Ljótur? af hverju spyrðu að því? Hann horfir í kringum sig og segir:Það eru bara myndir af ljótu fólki hérna.
laugardagur, 14. mars 2009
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)