þriðjudagur, 9. desember 2008

Eldra settið



Jæja nú styttist í að eldra settið komi út til okkar sem verður í næstu viku. Yngra settið og foreldrarnir erum að deyja úr tilhlökkun. Mikið rosalega verður  gaman að knúsa þau og kreista. Þessar myndir var tekin daginn áður enn að við fórum út. Ég vil benda á hvað hve vel klipptir allir eru á myndinni.

 Þessi mynd var tekin núna í kvöld og ég veit ekki..... Hvað finnst ykkur, þurfa þeir klippingu?


3 ummæli:

Heiða sagði...

Mikið er þetta myndarleg fjölskylda! En jú, það myndi nú ekkert skemma fyrir strákunum að fara í jólaklippingu. Viktor er með fyndnasta sítt að aftan sem ég hef séð. Knús til ykkar.

Alma sagði...

eheh já en er ekki svo dýrt að fara í klippingu á Danaveldi? Spurning hvort það er ekki ódýrara að kaupa mig út til að klippa ykkur heeh bara smá hugmynd knús á ykkur

Nafnlaus sagði...

já Alma, væri ekki leiðinlegt að fá þig út og taka eina rispu á okkur. Við erum að vísu búin að finna eina íslenska til að ráðast í hausin á þeim, en ég ætla að leggja þetta undir íslendingana ´alaugardaginn, en þá er jólahlaðborð hjá okkur.