föstudagur, 26. september 2008

Flott hús





Rétt hjá Jónshúsi eru þessi flottu hús. Ég veit ekki hvaða hús þetta eru , er svona að geta mér það til, að þetta gætu verið gömul verkamannahús, eins og á Hringbrautinni. Þau eru ótrúlega skemmtileg, og gaflarnir taka svona skemmtilega sveig í takt við götuna. Eru þannig ekki hornrétt, frekar skökk og skemmtileg.











fimmtudagur, 25. september 2008

Viktor á afmæli í dag!!!

Litli strákurinn minn er núna orðin stór og komin með fyrstu 12 ára bóluna. Magnað!!! Hann var vakinn snemma í morgun með afmælissöng okkar Helenu og gjöfum. Hann fór síðan með köku í skólann. Eftir fótboltaæfinguna í dag fórum við síðan í Fisketorvet, þar sem að hann skipti gjöfinni í nýja leiki og síðana enduðum við á MacDonalds. Núna á ég tvo stóra stráka, eina stóra stelpu og eina litla stelpu. Þau vaxa svo fljót úr grasi, en það er merkilegt að mér finnst ég ekkert eldast.........

miðvikudagur, 24. september 2008

Sérsveitin og sígaunarnir

Nú verð ég bara að blogga. Ég átti nefnilega alltaf eftir að segja frá nágrönnum mínum, sem búa hér beint á móti mér á hæðinni, sígaununum. Þetta er heljarinnar fjölskylda, ég veit í raun ekki hve mörg þau eru, enn þetta eru a.m.k. 2 ungabörn, tveir krakkar og einhver slatti af ungu fólki og fullorðnum og síðan vinir og aðrir áhangendur. Mér skilst á Arnari og Helgu að þetta þau séu í einhverjum smáglæpum, en óttalega vitlaus. Stálu víst hjóli hér frá nágrannanum, breyttu því eitthvað smá og seldu síðan öðrum nágrana það. Lögreglan er víst tíður gestur hjá þeim út af einhverjum málum, en frá því að við komum hefur verið rólegt hjá þeim. Alla vega höfum við ekki orðið neitt verulega vör við þau, nema þegar að við hittum einhvern þeirra á ganginum, þá eru þau alltaf að sníkja eitthvað. Að vísu lentu krakkarnir i krökkunum, 4-5 ára guttar sem réðust á fjarstýrða bílinn hans Viktors og spörkuðu í hann og djöfluðust. En í dag dró til tíðanda.......

Við Arnar og Helga vorum sem sagt að skipta um slöngu á hjólinu mínu, beint fyrir framan svalir sígaunana. Fórum inn mé dekkið og Arnar var að kenna okkur Viktori listina við að skipta um dekk. Þá kemur Helga og segir að sérsveitin sé fyrir utan húsið og sé að vakta íbúðina. Og mikið rétt, út á gangi voru tveir sérsveitarmenn með svona sleggju til að brjóta upp hurðir og einhverjir fleiri úti. Við vorum spurð hvort að við hefðum orðið var við einhverjar mannferðir í íbúðinni, sem við svöruðum neitandi. Þetta ástand varði í örugglega klukkustund. Það kom þó ekki til að þeir þyrftu að brjóta upp hurðina, heldur kom einhver lásasmiður sem opnaði hurðina og allir fóru inn. Og að lokum fóru allir sérsveitarmennirnir í burtu og við vitum ekki meir. Stuttu síðar fórum við út í búð og þá kom stelpa út úr íbúðinni. Þannig að maður veit ekki hvort að þær voru heima allan tímann eða hvað. Alla vega var okkur nokkuð brugðið við þessu öllu saman eins og hinum nágrönunum og var maður fegin að það varð engin hamagangur. Ég vona bara að þetta verði ekki reglulegt og ætla halda áfram að síkreta þau í burtu. Á meðan er það aðferðin hans Pálma, „Kill them with kindness“........................

þriðjudagur, 23. september 2008

Matarhlé







Hér erum við nokkrir félagarnir í hádeginu, í bakgarði skólans. Virkilega hugglegt. Á meðan að ég sat þarna fór ég að velta fyrir mér byggingunni og hafði orð á því að það liti út eins og geðsjúkrahús. Og vitið hvað....... þetta var einu sinni geðsjúkrahús. Alveg magnað!!!!

mánudagur, 22. september 2008

Haustið


Hér kom haustið 15.september. Bara búmm! Alveg magnað!!! Og ég tók fyrst eftir því á klifurjurtum ( ætla ekki að tegundagreina það hér á netinu :) ) sem klifra hér upp úr gangstéttinni bókstaflega og leggjast utan á húsin. Og stundum er þetta svolítið kreepý, minnir mann á bíómyndina, Innrásina frá Mars með Dakota Fanning ( Tom Cruise var eitthvað að slubberast þarna líka). Tréð verður eldrautt, eins og æðar utan á húsinu. Ég er viss um að höfundur sögunar hefur fengið hugmyndina að hausti! Ég tók eina mynd á hlaupum um daginn en mun bæta við fleirum hérna, af þessu magnaða hausti..........................

laugardagur, 20. september 2008

Axel Heides Gade 24

Nokkrar myndir frá heimilinu okkar











Barnaefni í sjónvarpinu

Barnaefnið er í sjálfu sér ekkert öðruvísi en á Íslandi nema......... einn danskur þáttur. Hann er með svona þáttastjórnanda sem er með margvís konar meðhjálpara í formi brúðukalla sem koma með svona innslög af ýmsu tagi. Ég settist niður um síðustu helgi með kaffibollann minn þegar að eitt af þessum innslögum var að fara í gang. Þetta var um einhvern einmannalegan kall á skrifstofu, já hálfsköllóttan með hárkraga og var eitthvað að barlóma sér, að enginn skildi hann og að hann ætti sér leyndmál sem hann væri hræddur um að starfsfélagarnir kæmust að. Síðan kom leyndarmálið! Hann elskaði nefnilega að klæðast kvenmannsundirfötum. Og nú fór í gang mikið videó, þar sem sýndar voru myndir af þessum hálfsköllótta brúðukalli í brjósthaldara og nærbuxum að velta sér uppúr satin-sængurverum syngjandi um frelsið, að klæðast kvenmannsundirfötum. Ég leit á klukkuna, jú hún var 9:30 og þetta var barnatíminn-- Síðan heldur söngurinn áfram, og kallinn er kallaður inn á teppið já yfirrmanninum sem hafi komist að einhverju um hann og þurfi að ræða við hann. Þá kemur í ljós að hann hefur líka svona mikla þörf að klæðast kvenmannsundirfötum og saman syngja þeir með glas í hendi og á brókinni og brjósthaldaranum um þessa gleði sína. Og ekki nóg með það ALLIR á skrifstofunni taka þátt og allir hafa þá þessa miklu þörf og skrifstofan fyllist af köllum í kvenmannsnærfötum, syngjandi af gleði. Tek það fram að það var bara einbrúða í þessu innslagi, hitt voru allt lifandi kallar af ýmsum stærðum og gerðum. Stórkostlegt!! Það er enginn nema Daninn sem gerir svona barnaefni. Og hver var lærdómurinn af þessu öllu saman? Veit ekki alveg, kannski að maður er aldrei einn í heiminum, með einhverjar kinkkí þarfir, en þetta gerir alla vega hugsunina um skrifstofukalla mun skemmtilegri.
Ég fann þennan þátt, hér er slóðinn á þessa brúðu kalla http://www.dr.dk/dr1/Gepetto+News og þátturinn er undir 3, og heitir BABS 3 Ugens 2'er.

Skjáumst fljótleg.
Ragna og co

miðvikudagur, 17. september 2008

Hjólað í skólan

Já hér eru allir á hjóli í Kaupmanahöfn og mikil hjólamenning. Mjög ákveðnar umferðarreglur, sem ég á erfitt með að fara eftir enda fæ ég reglulega pílur frá samfarþegum mínum í umferðinni. En þetta er allt að koma hjá mér og ég hjóla ekki eins mikið á gangstéttinni eða á móti umferðinni og ég gerði fyrstu dagana.

Ég hef sett mér markmið og það er að ná að hjóla í skólan án þess að deyja á leiðinni. Ég veit að þetta er bölv... aumingjaskapur en svona er bara ástandið á minni í dag!!! Ákveðnir vöðvar í lærunum eru bara óhóhó..... "hvað er þetta, er verið að vekja okkur til lífsins núna, og bara taka á því" með tilheyrandi verkjum. Þetta er að mestu flatneskja alla leið nema yfir brúnna, þar er halli sem er alveg að drepa mig. Það er kannski ekki bara hallinn, heldur er nánast alltaf hávaða rok þarna þannig að maður er stundum nánast stopp, eða mér finnst það. Það er nefnilega þessir vindstrengir sem koma á ákveðnum stöðum sem eru að gera mér lífið leitt á hjólinu og ég ætla mér að vinna á. Og ég skal komast framúr einhverjum, áður langt um líður og byrjum á gömlu konunni í pilsinu, með hattinn!!!!

mánudagur, 15. september 2008

Ragna og tilboðsblöðin

Um helgar fyllist póstkassinn minn af tilboðsblöðum frá hinum og þessum verslunum. Og þá á maður að sejast niður með blöðin og kaffibolla og fara yfir tilboðin og skrái niður hvar eru nú bestu kaupin á tómötum, skinku, WC papír o.s.frv. Okei, ég get þetta. Síðan á maður að fara á milli þessara staða, á hjóli auðvitað, og versla hagkvæmlega inn. Ég er ekki komin á þetta stig ennþá en ég á þó listann!!! En eins og að ástandið er á krónunni og mörkuðunum í heiminum er eins gott að komast fyrr heldur en seinna á það stig svo maður lifi þetta af hérna. Maður verður þó að hætta að bera þetta saman við íslensku krónuna , það ruglar mann bara.

En aftur að tilboðsblöðunum. Þau eru nokkuð skondin sumhver. Matvöruverslanirnar sérstaklega. Þessa vikuna er einmitt tilboð á flyglum og píanóum í einni matvörubúðinni, einmitt það sem maður grípur með sér í körfuna ásamt gúrkunni og mjólkinni. Og í fyrr í mánuðinum voru tilboð á hestaklæðnaði, bæði fyrir knapa og hest; hestateppi, úlpa, buxur, stigvél og hvað eina. Var að hugsa um að fjárfesta í þessu, þetta var á svo djöf... góðu verði. Bíð eftir að hesturinn komi á tilboði næsta blaði!!!!

sunnudagur, 14. september 2008

Gleðileg helgi

Það er ekki lognmollan hjá okkur þremenningunum hér í Köben. laugardagurinn byrjaði í Jónshúsi, fyrsti tíminn hjá krökkunum í íslensku. Þeim líkaði þetta vel og þótti mjög gaman. Þeim þótti þó skrítið að þarna voru íslenskir krakkar sem töluðu ekki íslensku og skildu hana líka illa. Eftir Jónshús var farið til Holte, en þar býr Birgir og fjölskylda en hann er einn af íslendingunum í bekknum. Haldin var grill veisla og var virkilega gaman að hitta krakkana og fjölskyldur þeirra. Allt afskaplega skrítið og skemmtilegt fólk, sannir íslendingar!!!

Á sunnudaginn kom síðan Sigrún Baldurs vinkona, Emil og Baldur sem er í skiptinámi hér í Köben. Voru þau að heimsækja hann. Mikið var gaman að hitta þau og fá fréttir að heiman. Þau eru öllum hnútum kunnug hér og bentu mér á að kíkja á safn, Degsign Denmark held ég að það heiti og verður það sett á aðgerðarlistann góða.

Annars er maður ekki alveg komin inn í rútínuna hér. Ég var ekki búin að átta mig á því að það er allt lokað hér á sunnudögum, nema ein Nettó búð sem er á Amagerbrogagade. Og þá er ekkert annað í stöðunni en að hjóla þangað og versla þegar ísskápurinn er tómur!! En það er bara góð hreyfing. Það er s.s. allt lokað á sunnudögum nema 1.sunnudag í hverjum mánuði, þá eru margar búðir opnar. Danir horfa nefnilega aðeins öðruvísi á hlutina en við. Heyrði eina sögu í grillinu í gær af bakara sem hætti að hafa opið á sunnudögum, því það var svo mikið að gera!!!! Ef hann væri á Íslandi þá væri búið að koma honum fyrir á hótelinu við sundin blá. En svona er Danmörk.

föstudagur, 12. september 2008

Befæstelse

Í skólanum á Hvanneyri las maður ýmsar bækur og er það svolítið skondið að vera núna í kúrs þar sem einn kennarinn er höfundur að þeirri góðu bók Befæstelse, sem er hálfgerð bíblía í landslagsarkítektúr. Og ég get sagt ykkur það að hann er ekki eins leiðinlegur og bókin. Annars er bókin kannski ekkert leiðinleg enda ekki bók sem maður tekur með sér upp í bústað og les. Heldur er þetta góð uppsláttarbók um tæknilega hluti og á eftir að nýtast vel hér og í komandi framtíð.

Og dúddinn sem skrifaði Landslagsgreiningar bókina bláu er líka kennari hér, er að vísu að hætta held ég þannig að hann missir af okkur.

fimmtudagur, 11. september 2008

Veggir dauðans................

Að bora í veggi, a.m.k. í þessum nýju íbúðum er ekkert grín hér í Danmörku. Þú þarft að hafa eitt stykki höggbor, helst alveg fanta öflugan, gommu af borum, hörkunagla og jaxl á bornum og endalausa þolinmæði!!!! Ég hef bara aldrei verið vitni af öðru eins. Ég fékk hann Eirík vin minn, jaxl með meiru að vera á bornum og þvílíkt og annað eins. Það var eins og að hann væri að bori í gegnum þykka járnplötu. 'Eg held að þeir blandi granít út í steypuna svei mér þá. Ég held að það hafi tekið hann um 5 mín að gera eitt gat og hann var sko ekkert að slaka á því. Þannig að þú gerir helst ekki neinar vitleysur, ekkert að bora bara önnur göt og þannig, Nei, nei og sei, sei. Síðan glumdi þetta ekki bara um allt hús, nei út á götu skal ég segja ykkur og örugglega
í nærliggjandi hús. Þannig að mér verður ekki boðið af nágrönnunum í nein grill hérna á næstunni.

Fótbolti í Danmörk







Jæja, Viktor er byrjaður í fótbolta og finnst það alveg frábært. Fyrsta keppnin var í dag og þetta er nú eitthvað annað en heima verð ég að segja ykkur. Hitinn og sólin var alveg hreint að drepa mann og menn voru bara að sötra bjór á meðan á leiknum stóð. Tek það fram að 11-12 ára voru að keppa. Já, já og síðan er það þegar að boltinn fer út af, þá er það ekkert grín ef að það er skógur fyrir aftan markið, og það þéttur skógur. Tók strákana dálitinn tíma að finna boltann. Og síðan var dómarinn ekkert að tvítóna við þetta ef strákarnir höguðu sér ekki vel. Það er a.m.k. í fyrsta skiptið sem að ég sé einn 11 ára fá gula spjalið og vera sendan út af í 2 mínútur. Alveg kostulegt. En þetta fór vel, okkar meginn , 6-2 fyrir okkur og Viktor skoraði mark og lagði upp fyrir 2 a.m.k. Stóð sig mjög vel!!!

mánudagur, 8. september 2008

Íþróttir og snillingar................


Jæja krakkarnir eru að byrja í íþróttum. Helena fór í sinn fyrsta handboltatíma í dag og gekk vel og Viktor er að byrja í fótbolta á morgun með félagi sem heitir Hekla, http://bkhekla.dk/. Þetta félag er búið að vera til síðan 1926.


Annars eru krakkarnir algjörir snillinga. Þau eru búin að villast hér í Köben og mér var ekki alveg um sel þegar að þau hringdu og sögðurst hafa gleymt að fara úr strætó á réttum stað og vissu ekki hvar þau voru. En þau náðu að koma sér á Hovedbanestationen, járnbrautastöðina og ná réttum vagni. Ekki alveg kjör aðtsæður en þau redduðu sér! Algjörir snillingar. Og í dag var ég lengur í skólanum alveg fram á kvöld, en við stelpurnar fengum aukatíma í Auto Cad til að koma okkur inn í það forrit. Og þessir snillingar hringdu og vildu fá leiðbeiningar um að elda sér pasta, því þau vildu ekki afgangana frá því í gær. Ekki málið! Ég vona þó að það verði ekki mikið af svona kvöldvinnu.

sunnudagur, 7. september 2008

Jónshús og IKEA




Í gær vorum við afskaplega íslesnk. Við fórum í fyrsta skiptið í Jónshús og í IKEA. Ég skráði krakkana í íslensku nám í Jónshúsi, sem verður á laugardögum. Fallegt hús og mjög fallegt safn. Keyptum okkur íslenskt vatn og Eitt Sett súkkulaði. Á leiðinni til baka komum við í Kongens have, stærðarinnar garður sem er við Rosenborgar kastalann. Við kíktum á slottið og verðina, sem voru eins og Viktor orðaði það, vopnaðir byssum og hnífum og allt. Þótti þetta frekar merkilegt. Þarna fyrir framan inngangin er stærðarinnar tré, einhver grátvíðir, rosalega fallegt. Tók mynd af krökkunum við tréið og þau eru eins og maurar á myndinni.

En síðan var það síðari íslendinga skyldan, að fara í IKEA. Er búin að vera í heilan mánuð og ekki ennþá búin að fara. Hitti Brittu sem er IKEA specialist og hún lóðsaði okkur á svæðið. Við versluðum "aðeins" og allt borðið heim í strætó og Metró og aftur strætó. Er með hendur sem ná niður á miðja kálfa í dag ! Nú vantar bara höggbor og mann á borinn til að setja upp gardínur og ljós!!!

framhald


laugardagur, 6. september 2008

Danskar lýs.......

Í gærmorgun var vaknað snemma eins og venjulega 6:35 en núna urðu morgunverkin nokkuð ólík þeim sem við vanalega gerum. Tók eftir því að Viktor klóraði sér ansi oft í hausnum þannig að ég kom með kambin ógurlega og rendi í gegnum hárið á honum. Og ó jú krakkinn komin með danskar lýs í hausinn. Þannig að ég lét hann og Helenu bara vera heima á meðan á meðferð stendur. Ég HATA lús!!!!! Mér skilst að þetta sé nokkuð mikið vandamál hérna og menn ekkert að kippa sér um of við þessu. En ég VONA að þetta verði ekki reglulegur viðburður hjá okkur fjölskyldunni!

föstudagur, 5. september 2008

Jæja reynum að blogga hérna

Jæja þá er víst best að reyna þetta blogg. Skólinn er byrjaður á fullu. Ég er í bara i einum stórum kúrs þessa fyrstu önn. Þetta er tölvukúrs, vðbótarforrit við AUTO CAD sem heitir CIVIL. Þar erum við að læra að vinna með landslagið fyrir og eftir hönnun, útreikningar á t.d. jarðvinnslu og alskonar greiningar sem tengjast breytingunni frá nuverandi firborði yfir í hönnun. Mjög skemmtilegt og gagnlegt. Inn í námskeiðið fléttast síðan inn tæknilegt og fræðilegt námsefni.

Erum með alveg frábæra bók sem fjallar um hæðalínur. Finnst að hún ætti að vera skyldulesning á Hvanneyri, því hun tekur þetta efni alveg frá grunni á mjög einfaldan hátt með góðum æfingum. Þar eru allir þessir útreikningar og formúlur sem við erum búin að vera að læra. Frábær bók. Annað sem einnig er gert í námskeiðinu er að lesa hinar og þessar greinar og hugmyndin er að nemendur taki einhverja grein, lesi hana og kynni og síðan eru umræður á eftir. Ákvað að klára þennan pakka og er búin að vera með eina kynningu, inngangur eftir Peter Walker að einni bók.
Síðan vorum við að kynna fyrsta verkefnið okkar í dag, hópverkefni og gekk það bara vel.

Ég skráði krakkana í frístundaklúbb og eru þau byruð. Þetta er mjög spennandi held ég, þarna hitta þau vonandi krakka úr hverfinu, þar sem að krakkarnir í bekkjunum þeirra búa út um allan bæ og þau hitta þau ekkert eftir skóla, a.m.k. ekki ennþá. Þarna eru alkyns dýr og ýmislegt gert með krökkunum.

Set hérna inn kort og merkti hvar við eigum heima og hvar skólinn hjá krökkunum er.