miðvikudagur, 15. október 2008

Hugsanir á hjóli á leiðinni heim

Á leiðinni heim úr skólanum fer ég í gegnum miðbæinn og oftast þá er maður með allan hugann við umferðina sem er ansi mikil á fjölmörgum gatnamótum sem þarna eru. Í dag þá hjólaði ég framhjá slysi, á einum af þessum gatnamótum, tveir fólksbílar í klessu. Lögreglan var búin að girða staðinn af þannig að ég leiddi hjólið þarna framhjá og leit yfir aðstæður. Þarna var sjúkrabíll, tveir menn að hlúa að einhverjum á börunum.Engin hreyfing. Rétt hjá var lítið barn, 2-3 ára og fjórir fullorðnir menn, í uniformum, að tala við það. Barnið horfði á þá stórum augum, einn af öðrum, sagði ekki neitt en nikkaði nokkrum sinnum. Engin hreyfing á börunum. Vitið þið..... það er ekki laust yfir, að það hafi aðeins nætt um mig þarna í rigningunni.

Það fyrsta sem ég gerði þegar að ég kom heim var að skrifa 2 símanúmer á blað, sem krakkarnir verða að vera með á sér þar til að þau fá síma.

Engin ummæli: