föstudagur, 19. júní 2009

Dýra-sjúkrabíll

Ég verð bara að koma með þessa sögu hérna. Pálmi var sem sagt að vinna upp í Gentofte og sér þá svona sjúkrabíl sem væri ekki frásögu færandi nema að hann var merktur bak og fyrir sem sjúkrabíll fyrir dýr. Litlu síðar sér hann mann með háf út við vatn og kemst að því að sjúkrabíllinn hafði verið kallaður til, því að það hafi sést til andarunga sem virtist vera eitthvað að. Þarna var sem sagt dýrasjúkraliðsmaðurinn að slæða vatnið með háfinum og athuga hvort að hann sæi til þessa litla unga. Yndislegt!!! Þetta sýnir bara að það eru allir mikilvægir hér í Danmörku, bæði dýr og menn, líka litlir andarungar.

Engin ummæli: