fimmtudagur, 22. janúar 2009

Kreppan er ekkert fullorðins.......

Hitti bekkinn minn hérna á þriðjudagskvöldinu eftir að einu námskeiðinu lauk og þar var m.a. verið að tala um Obama, ræðuna hans og inntöku. Þá sagði einn bekkjarfélaginn sem var einhverstaðar frá suður Evrópu,: I am so happy for Obama, I really hope that he will save the World. Vá! Ætli blessaður maðurinn gerir sér grein fyrir væntingunum sem gerðar eru til hans af heimsbyggðinni, ef fólk hugsar svona.

Og svona eitt að lokum. Ég var búin að segja að ég myndi ekki skrifa um kreppuna, en ég verð að segja frá einni lítilli sem spurði foreldrana sína út í afmælið sitt sem er á haustmánuðu: Ef kreppan verður ekki búin þegar að ég á afmæli, fæ ég þá engar afmælisgjafir. Kreppan er ekkert fullorðins....

Engin ummæli: